Anna Rakel til liđs viđ IK Uppsala

Fótbolti
Anna Rakel til liđs viđ IK Uppsala
Íslandsmeistari međ Ţór/KA 2017 (mynd: Sćvar Geir)

Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifađ undir samning viđ sćnska liđiđ IK Uppsala og mun ţví leika međ ţví á komandi tímabili. Anna Rakel gengur til liđs viđ Uppsala frá Linköpings en hún lék 18 leiki međ liđinu á nýliđinni leiktíđ ţar sem Linköping endađi í 5. sćti.

Ţađ er ljóst ađ ţetta er mjög spennandi skref hjá Önnu Rakel en IK Uppsala var stofnađ áriđ 2017 og er mikill kraftur í félaginu. Liđiđ tryggđi sér sćti í efstu deild á síđustu leiktíđ og verđur ţví nýliđi í Damallsvenskan á komandi leiktíđ.

Í samtali viđ heimasíđu Uppsala segist Anna Rakel vera mjög spennt fyrir félaginu og telur ţetta vera góđan stađ sem og félag fyrir sig til ađ halda áfram ađ ţróa sinn leik en hún er 21 árs gömul. Á heimasíđu Uppsala er sagt ađ međ komu Önnu Rakelar sé leikmannahópurinn klár fyrir komandi baráttu í efstu deild.

Liđiđ leikur á glćsilegum nýjum leikvangi sem er fyrsti leikvangurinn í Svíţjóđ sem er löggiltur fyrir LGBT samfélagiđ. Viđ óskum Önnu Rakel til hamingju međ félagsskiptin og óskum henni góđs gengis.

Í sumar fékk heimasíđan Önnu Rakel í ansi ítarlegt og skemmtilegt spjall sem viđ mćlum eindregiđ međ ađ kíkja á međ ţví ađ smella hér.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband