Í dag eru nákvæmlega tuttugu ár síðan KA-menn lyftu bikar á loft í Keflavík. 16. september 1989. KA-menn voru orðnir
Íslandsmeistarar eftir 2-0 sigur á Keflvíkingum. Að þessu merka tilefni ætlum við að birta ferðasögu hins mikla KA-manns Gunna Nella á
þennan merkilega leik og síðan verður birt myndband og myndasyrpa í lokin. Hér er fyrri hluti sögunnar.
Þegar tuttugu ár eru liðin frá einhverju er það annað hvort fyrnt eða þess minnst.

20. ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu var fagnað hér í bæ á dögunum. Þá
rann upp fyrir mér hvernig ferðalag mitt suður á bóginn fyrir 20 árum gekk fyrir sig.
Í kjölfarið ákvað ég að rifja upp ferðasöguna.
Á þessum árum fannst mér ég vera greifi og flaug meira á milli Akey. og Rek
en ég geri í dag. Það átti eftir að koma mér í koll á vissan hátt.
Ég ákvað að fara suður yfir heiðar til þess að sjá KA tryggja sér evrópusæti í fótbolta því ljóst
var að FH legði Fylki auðveldlega eða svo þótti mér (hef að vísu aldrei verið góður spámaður)
Keflavík sem voru andstæðingar KA höfðu ekki staðið sig vel, voru að falla og því voru líkur á sigri góðar og ég
vildi vera á staðnum.
Eins og áður hefur komið fram þóttist ég vera greifi á þessum árum og því ákvað ég að taka
mér bíl á leigu til þess að aka suður, en fljúga heim því á Akureyri vildi ég vera á laugardagskvöldið.
Á þessum tíma var hér í bæ starfandi bílaleiga sem Örn hét, þangað fór ég og festi mér farartæki.
Sérleg vinkona mín á þessum árum hún Ragga ( konan mín í dag) hafði einnig mikinn áhuga á að sjá leikinn,
hún var því með í för.
Ferðalagið hófst eftir vinnu á föstudegi og nú var sko tekið á því. Ég ók eins og herforingi,
tónlistarsnillingar eins og Kalli Örvarss, Toto, og söngurinn um hann Auðbjörn sem var tvítugur töffari hljómuðu frá rándýru
kassettutæki sem var í Skodanum frá Bílaleigunni Erni.
Ég ók tignarlega á gula Skodanum og var mjög létt í geði. Ragga vinkona mín var líka nokkuð sátt enda KA að fara að
tryggja sér sæti í UEFA á morgun eða það töldum við.
Ferðin gekk vel og ég var klár á öllu, rollur voru nokkuð við veginn enda verið að smala og gangnamenn útum allt (meira um þá
seinna).

Það var því eins og ég hefði sé epli falla af eikartré (en eins og allir vita vaxa epli EKKI á eikartjám) þegar ég
skyndilega tók eftir veitingarstað við þjóðveginn einhverstaðar úti á fullkomnum víðavangi !
Það er ekki neinn skáli á milli Blönduós og Staðarskála spurði/fullyrti ég við Röggu ?! Hún var ekki viss en taldi að
ég færi með rétt mál.
Ég hætti við að vera töffari svo ekki sé minnst á það að vera greifi ! Hvar í heimnum er ég staddur ???
Skálinn nálgaðist og stressið fór vaxandi, gæti verið að ég hefði gleymt að beygja og við værum nú komin norður á
strandir ??? (Rétt er að muna í þessu samhengi að ég flaug oftast á milli )
Klúður, klúður ! “Farðu inn og spurðu til vegar” sagði Ragga og setti svo upp svip sem ég þekkti ekki þá en kannast núna
mjög vel við og segir í raun. “ Þitt mess, þú reddar, kemur mér ekki við,, !
Sporin voru löng og ég ekki kátur, ákvað svo að láta slag standa og vera bara
asni einu sinni. Taldi þó best og réttast væri að ég væri sænskur asni, ekki íslenskur !
Mér fannst þetta vera háðung, mikil háðung að vera á leið til Reykjavíkur en staddur á ströndum !
Ég gekk inn og fljótlega kom staðarhaldarinn, kokkurinn, benzinafgreiðslumaðurinn, þjóninn, og ferðaþjónustuaðilinn allt í einum og
sama manninum eins og títt var á þessum árum. Þessi altmuligmand horfði á mig og spurði svo eftir ótvírðæa þögn
“Get ég aðstoðað ?,, Mér fannst hann glotta helvískur en það gat verið rangt hjá mér ?
Ég mundi að ég ætlaði að vera Svíi og spurði “ Jo kan du fortelle meg om this is the road to Reyhjavig ? (ákvað að hafa
Reykjavík með áberandi sænskum hreim)
Staðarkokksbenzinferðaþjónnþjónustumaðurinn hreinlega tapaði sér í gleði og öskraði “Sigga, Ingi, Stína komið
þið strax, hér er feitur villtur Svíi að spyrja hvort þetta sé leiðin til Reykjavíkur,,. Ok hann trúði þá að ég
væri sænskur hitt sem hann sagði kaus ég að leiða hjá mér !
Starfsliðið mætti allt fram til þess að sjá þessi miklu undur og ég fann hvernig ég tók að svitna. Virðing þeirra fyrir
erlendum ferðamönnum á ferð í sept var líka ekki nægjanleg þótti mér. “Asnar eru þessi útlendingar alltaf,, heyrðist
og svo gerðu þau líka athugasemdir við rauðu nýju flottu Duffys töffaraskóna mína. Þeir þóttu hlægilegir enda voru
þau sjálf flest öll í gúmmískóm. “Jess ðis is ðö ród to Reykajvík,, sagði loks veran sem gat verið
Stína.
“Ver di jú þínk jú ar ? Vildi Stína vita ,, Ég gerði henni skiljanlegt með handapati að ég talaði litla ensku.
Ég vildi líka ekki tala við hana ! Ég var að spyrjast til vegar, Om this is the road to Reyhjavig ?!!

„Sí mæ frend“ sagði kokkurinn sem nýlega hafði greinlega lokið við að steikja burger og smyrja eins og eitt stk drifskaft „you are at
Vídihlíd´´Stoltið leyndi sér ekki í röddu hans.
Loks vottaði fyrir þjónustulund hjá þessu liði og þau sóttu vegakot af Íslandi, sýndu með kámugum puttum (olía og
annarskonar olía líka) hvernig ég (sem var þá farið að líða eins og ég væri frá Smálöndum í Sverrige)
gæti nú komist til Reykjavíkur.
Frábært hugsaði ég og varð aftur svolítill greifi, var með öðrum orðum ekki villtur vega.
Fólkið var líka eitthvað svo vinalegt núna þótti mér og allt lék í lindi....
Þangað til að útidyrnar opnuðust og inn ruddust fullir landar okkar á leið á réttardansleik. Ansan vesen datt mér í hug.
Þetta fólk fékk auðvita að heyra frá Ingu hve agalega vitlaus þessi feiti sænski skratti væri. Hann hefði talið sig vera villtan,
væri á leið til Reykjavíkur svo reyndi hún að segja Reyhjavig eins flott og ég á minni Smálanda sænsku !
Ég fékk mikla athygli og sérstaklega virtist mér sem þessum Húnvetningum væri starsýnt á töffaraskóna rauðu ! Ég
þótti líka einstaklega vitlaus að þeirra sögn, samt vildu ALLIR gefa mér landa. Ei verrrý spessjal æslandikk drínk mæ freend, best
if jú kíp ðe bokka inn ðe buxnahald jú önderstand mæ freend !
Ég gat hreinlega ekki komist út nógu fljótt, loks eftir mikið jaml, japl og fuður slapp ég. Þegar fólkið sá að ég var
á Skoda varð allt endalega vitlaust (sennilega bara þekkt Land Rovera þarna í þessari sveit) Glósurnar og háðið gerði það
að verkum að ég hef ekki ennþá stoppað í Húnavatnssýslu, mun ekki gera það.
Restin af ferðini til höfuðborgar okkar gekk svo eins og í sögu, en hvað tók við þar er önnur saga.