Fréttir

Umsjónarmaður í afmæli

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða umsjónarmann yfir afmælum sem haldin eru í sal deildarinnar á sunnudögum. Vinnu fyrirkomulagið er annar hver sunnudagur frá klukkan 13:00-20:00 Helstu verkefni : Taka á móti þeim sem hafa leigt salinn fyrir afmæli. Fara yfir reglur og fyrirkomulag með leigutökum. Fylgjast með að allt fari vel fram meðan á afmælinu stendur. Sjá um þrif og tiltekt eftir afmælin. Við leitum að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi með góða samskiptafærni og getu til að vinna sjálfstætt. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur, vinsamlegast sendu umsókn á fimleikar@ka.is Við hlökkum til að heyra frá þér!

Frístundarrúta hefst 1.sept

KA og SBA-Norðurleið bjóða iðkendum KA upp á frístundarrútu sem ferjar iðkendur á æfingar í vetur. Frístundarrútan er ætluð börnum á aldrinum 6 til 11 ára sem æfa fimleika, fótbolta eða handbolta með KA. Það er engin skráning í rútuna en KA er með starfsmann í rútunni sem passar uppá farþega og að þeir fari út og inn í rútuna á réttum stöðum. Hinsvegar er það á ábyrgð foreldra að láta frístund vita að barn ætli að nýta sér frístundaraksturinn hjá KA, hvaða daga og hvenær. Frístund mun síðan hafa krakkana klára þegar að rútan kemur í hvern skóla fyrir sig. Einnig er hægt að mæta bara í rútuna ef krakkarnir eru ekki í frístund. Því miður er ekki hægt að keyra í fleiri skóla á fleiri tímum í bili en KA bindur vonir við það að um 90% af öllum þeim krökkum á aldrinum 6-11 ára sem æfa hjá deildunum okkar geti nýtt sér aksturinn. Septemberplanið MÁNUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:25 Naustaskóli 13:35 Brekkuskóli 13:45 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli ÞRIÐJUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli MIÐVIKUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:20 Naustaskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli 14:20 Naustaskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 KA-Heimilið 14:50 Giljaskóli FIMMTUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli FÖSTUDAGAR 13:12 Naustaskóli 13:22 Brekkuskóli 13:30 KA-Heimilið 13:40 Giljaskóli 14:07 Naustaskóli 14:17 Brekkuskóli 14:25 KA-Heimilið 14:35 Giljaskóli Októberplanið Í október, þegar fótboltinn fer í Bogann verða þetta tveir bílar BÍLL 1 13:25 Oddeyrarskóli 13:35 Lundarskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Oddeyrarskóli 14:40 Lundarskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:10 Giljaskóli 15:20 Lundarskóli 15:30 Oddeyrarskóli BÍLL 2 13:25 Brekkuskóli 13:35 Naustaskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli

Fimleikadeild óskar eftir að ráða þjálfara!

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara til starfa, bæði virka daga og á laugardögum, með krílahópum. Okkur vantar metnaðarfulla og jákvæða einstaklinga sem hafa gaman af að vinna með börnum

Haustönn hefst 25.ágúst

Ný og spennandi fimleikaönn hefst 25.ágúst samkvæmt stundaskrá og lýkur 20.desember. Æfingatafla haustsins er komin inn á heimasíðu, hana má finna hér en við biðjum ykkur að hafa í huga að hún er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar. Æfingar verða einnig settar inn á Sportabler fljótlega

Skráning hafin í laugardags krílahópa !

Höfum opnað fyrir skráningar í vinsælu laugardags krílahópana okkar. Æfingar hefjast laugardaginn 6.september og fara fram í fimleikahúsinu við Giljaskóla. Yfirþjálfari hópanna er Ármann Ketilsson Skráning fer fram hér í gegnum sportabler !

Fimleikahringurinn er að koma til Akureyrar!

Fimleikahringurinn er að koma til "X". Sýningahópur Fimleikasambands Ísland fer hér í gegn og ætlar að vera með sýningu ásamt opinni æfingu fyrir alla sem vilja prófa fimleika. Skemmtileg sýning fyrir alla og ókeypis aðgangur. Hlökkum til að sjá ykkur

Keppt í fimleikum á unglingalandsmóti UMFÍ

Fimleikadeild KA vill vekja athylgi á því að á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram um verslunarmannahelgina á Egilstöðum verður hægt að keppa í fimleikum. Keppnin felur í sér að þátttakendur æfi atriði heima sem er frá 00:30-04:00 mínútur. Liðin eru metin út frá framkvæmd, samtaka, erfiðleika æfingar, spenna og stjórnun hreyfinga, samsetningu atriðis. Áætlað er að bjóða upp á opna tíma í fimleikahúsinu rétt fyrir mót. Þar geta liðin æft atriðið sitt og fengið aðstoð frá þjálfara í deildinni. Sjá nánar á https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/keppnisgreinar/fimleikar/

Frábær árangur iðkenda Fimleikjadeildar KA á norðurlandamóti 2025

Þeir Sólon Sverrisson og Patrekur Páll Pétursson stóðu sig frábærlega á Norðurlandamóti 2025 sem fór fram helgina 6-8 Júní í Alaborg, Danmörku. Sólón keppti fyrir íslandshönd í unglingaflokki á meðan Patrekur keppti í drengjaflokki. Báðir voru deildinni til sóma 

Glæsilegur árangur Sólóns á alþjóðlegu móti í Berlín

x

Fim-leikjaskóli sumarið 2025

Í Júní býður Fimleikadeild KA upp á fim-leikjaskóla fyrir 7-10 ára krakka (2015-2018). Leikjaskólinn verður frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og stendur yfir í viku í senn, fyrstu tvær vikurnar eru styttri vegna frídaga sem koma þar inn í, annarsvegar annar í hvítasunnu og svo 17.júní. Leikjaskólinn fer fram í íþróttahúsi/fimleikahúsinu við Giljaskóla. Eftirfarandi dagsetningar eru í boði : Vika 1 : 10.-13. júní Vika 2: 16.-20. júní Vika 3 : 13.-27.júní Vika 4 : 30.-4.júlí Vikan kostar 15.900 kr nema vika 1 og 2 þær eru ódýrar vegna færri daga. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og vatnsbrúsa! Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á fimleikar@ka.is Við minnum á Leikjaskólinn er EKKI barnapössun, þetta er námskeið þar sem ætlast er til að krakkar taki þátt í því starfi og leikjum sem við erum á dagskrá hverju sinni. Skráning er hafin og fer fram í gegnum sportabler : skráning í leikjaskóla ATH að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Einnig áskilur Fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeið ef það er ekki næg þátttaka. Alexandra, skrifstofustjóri FIM.KA og Sonja Dags, formaður deildarinnar verða með yfirumsjón yfir leikjaskólanum.