15.08.2025
Ný og spennandi fimleikaönn hefst 25.ágúst samkvæmt stundaskrá og lýkur 20.desember.
Æfingartafla haustsins er komin inn á heimasíðu, en við byðjum ykkur að hafa í huga að hún er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar.
Æfingar verða einnig settar inn á Sportabler fljótlega.
Við munum senda út æfingargjöld í næstu viku og biðjum við ykkur um að ganga frá greiðslutilhögun á þeim fyrir 22.ágúst því þá sjáum við hvort það séu laus pláss í einhverja hópa en það er þétt setið um plássin hjá okkur svo það er mjög mikilvægt að tilkynna okkur ef iðkandi ætlar ekki að vera með í vetur
Upplýsingar um greiðslur, greiðsluskilmála og verðskrá má finna á heimasíðu okkar hér :
11.08.2025
Höfum opnað fyrir skráningar í vinsælu laugardags krílahópana okkar.
Æfingar hefjast laugardaginn 6.september og fara fram í fimleikahúsinu við Giljaskóla.
Yfirþjálfari hópanna er Ármann Ketilsson
Skráning fer fram hér í gegnum sportabler !
21.07.2025
Fimleikahringurinn er að koma til "X". Sýningahópur Fimleikasambands Ísland fer hér í gegn og ætlar að vera með sýningu ásamt opinni æfingu fyrir alla sem vilja prófa fimleika. Skemmtileg sýning fyrir alla og ókeypis aðgangur. Hlökkum til að sjá ykkur
13.07.2025
Fimleikadeild KA vill vekja athylgi á því að á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram um verslunarmannahelgina á Egilstöðum verður hægt að keppa í fimleikum.
Keppnin felur í sér að þátttakendur æfi atriði heima sem er frá 00:30-04:00 mínútur.
Liðin eru metin út frá framkvæmd, samtaka, erfiðleika æfingar, spenna og stjórnun hreyfinga, samsetningu atriðis.
Áætlað er að bjóða upp á opna tíma í fimleikahúsinu rétt fyrir mót. Þar geta liðin æft atriðið sitt og fengið aðstoð frá þjálfara í deildinni.
Sjá nánar á https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/keppnisgreinar/fimleikar/
12.06.2025
Þeir Sólon Sverrisson og Patrekur Páll Pétursson stóðu sig frábærlega á Norðurlandamóti 2025 sem fór fram helgina 6-8 Júní í Alaborg, Danmörku. Sólón keppti fyrir íslandshönd í unglingaflokki á meðan Patrekur keppti í drengjaflokki. Báðir voru deildinni til sóma
15.05.2025
Í Júní býður Fimleikadeild KA upp á fim-leikjaskóla fyrir 7-10 ára krakka (2015-2018).
Leikjaskólinn verður frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og stendur yfir í viku í senn, fyrstu tvær vikurnar eru styttri vegna frídaga sem koma þar inn í, annarsvegar annar í hvítasunnu og svo 17.júní.
Leikjaskólinn fer fram í íþróttahúsi/fimleikahúsinu við Giljaskóla.
Eftirfarandi dagsetningar eru í boði :
Vika 1 : 10.-13. júní
Vika 2: 16.-20. júní
Vika 3 : 13.-27.júní
Vika 4 : 30.-4.júlí
Vikan kostar 15.900 kr nema vika 1 og 2 þær eru ódýrar vegna færri daga.
Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og vatnsbrúsa!
Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á fimleikar@ka.is
Við minnum á Leikjaskólinn er EKKI barnapössun, þetta er námskeið þar sem ætlast er til að krakkar taki þátt í því starfi og leikjum sem við erum á dagskrá hverju sinni.
Skráning er hafin og fer fram í gegnum sportabler : skráning í leikjaskóla
ATH að takmarkað pláss er á námskeiðunum.
Einnig áskilur Fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeið ef það er ekki næg þátttaka.
Alexandra, skrifstofustjóri FIM.KA og Sonja Dags, formaður deildarinnar verða með yfirumsjón yfir leikjaskólanum.
10.05.2025
Í dag fór fram Vorsýning Fimleikadeildar KA, en hún er haldin árlega með pompi og prakt.
Okkar frábæru þjálfarar þær Mattý, Kara og Lovísa voru listrænir stjórnendur sýningunar en aðrir þjálfarar tóku mikin þátt við undirbúning á atriðum.
Okkar hæfileikaríku iðkendur stóðu sig svo sannarlega með prýði
Þá voru afhent blóm fyrir þrep og afrek sem unnin voru á starfsárinu 2024 - 2025.
4 iðkendur þrepi
Patrekur Páll Pétursson náði 2 þrepi
Silvía Marta Águstdóttir náði 4 þrepi
Sara Líf Júlíusdóttir náði 5 þrepi
Patricija Petkuté náði 5 þrepi
Afrek sem unnin voru á árinu eru
- Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa, var valinn þjálfari ársins á uppskeru hátíð Fimleikasambands íslands.
- Kristjana Ómarsdóttir varð Evrópumeistari með liði sínu í unglingaflokki. En þetta er í fyrsta sinn sem ísland verður Evrópumeistari í blönduðu liði unglinga. Kristjana hlaut einnig fyrir afrek sín boggubikarinn 2024 (KA) en sá bikar er veittur þeim sem þykja efnileg í sinni grein og séu til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum.
- Sólon Sverrisson var valinn í unglingalandslið Íslands á Junior Team Cup og á Norðurlandamót unglinga og drengja
- Patrekur Páll Pétursson var valinn í Drengjalið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót unglinga og drengja.
Fimleikadeild KA þakkar iðkendum, þjálfurum og öðrum velunnurum veitta aðstoð.
07.05.2025
Patrekur Páll Pétursson, iðkandi við Fimleikadeild KA, var valinn í Drengjalið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót unglinga og drengja.
Fimleikadeild KA óskar Patreki kærlega fyrir þennan glæsilega árangur.
Sjá nánar á : https://fimleikasamband.is/landslidstilkynning-nm-unglinga/
04.05.2025
Sólon Sverrisson, iðkandi við Fimleikadeild KA var á dögunum valinn í unglingalandsliðið fyrir Junior team cup
Fimleikadeild KA óskar Sólón innilega til hamingju með árangurinn.
Hægt að sjá nánar á https://fimleikasamband.is/landslidstilkynningar-em-smathjodleikar-og-junior-team-cup/