Bíóplan N1 mót stúlkna

Öllum keppendum á N1 móti stúlkna verður boðið í bíó á myndina Þrjótarnir 2 en myndin er sýnd í Nýja Bíó. Myndin er 1 klukkutími og 44 mínútur að lengd.

Nýja Bíó býður upp á eftirfarandi tilboð:
Popp og safi (epla eða appelsínu) - 600 kr.

Athugið! Tilboðið er ekki innifalið í mótsgjaldinu og þurfa liðin að ákveða það hvort þau nýti sér það. Þá þarf að panta það fyrir fram hyggist liðin nýta sér það. Með því að hafa fengið allar pantanir fyrirfram getur bíóið verið með poppið tilbúið til afhendingar sem kemur í veg fyrir örtröð.

Til að panta tilboð er hægt að senda tölvupóst á akureyri@samfilm.is eða hringja í Sambíó í númerinu 575-8980. Vinsamlegast takið skýrt fram fyrir hvaða lið innan hvers félags verið er að panta auk þess að taka fram hvaða sýningu um varðar.

Athugið að bíóplanið verður birt hér um leið og búið er að raða liðunum niður á sýningu. Hverju liði verður úthlutað ákveðinni sýningu og það er mjög mikilvægt að liðin mæti á uppgefnum tíma.