Snillingarnir á KA-TV sýna beint frá öllum leikjum mótsins sem spilaðir eru á velli 4. Öllum leikjum er lýst og hvetjum við liðin til að fylgjast með ef þau fá leik á sjónvarpsvellinum og koma nöfnum leikmanna til þeirra tímanlega fyrir leik svo hægt sé að lýsa leikjunum með nöfnum leikmanna.
Dagskrá mótsins
Athugið að öllum keppendum er boðið frítt í sund í Akureyrarlaug alla keppnisdagana
Föstudagur 8. ágúst
Afhending mótsgagna og gjafa er í KA-heimilinu frá kl. 12:00.
Gistipláss opna kl. 12:00. Gist er í Brekkuskóla, Rósenborg og íþróttahöllinni við Skólastíg.
Leikir hefjast kl. 14:00 - Síðustu leikir enda kl. 20:00
Kvöldmatur frá kl. 18:30 til 20:30
Bíósýning hjá nokkrum liðum kl. 17:15
Fararstjórafundur verður í KA-heimilinu kl. 21:00 og er mælst til þess að a.m.k. einn forsvarsmaður frá hverju liði komi á fundinn.
Laugardagur 9. ágúst
Morgunverður kl. 08:00 - 10:00
Leikir hefjast kl. 10:00
Liðsmyndataka við völl 7 frá kl. 10:00 til 15:00 með Pedrómyndum. Myndatakan er frí og birtast myndirnar á síðunni að móti loknu.
Bíósýning hjá nokkrum liðum kl. 10:00
Síðustu leikir enda kl. 18:00
Hádegismatur kl. 12:00 – 14:00
Bíósýning hjá nokkrum liðum kl. 15:00 og 15:15
Bíósýning hjá nokkrum liðum kl. 17:00
Kvöldmatur frá kl. 17:30 – 19:30
Kvöldskemmtun í KA-Heimilinu kl. 20:30. Allskonar skemmtiatriði og myndband mótsins sýnt.
Sunnudagur 10. ágúst
Morgunverður kl. 08:00 – 10:00
Fyrstu leikir hefjast kl. 09:00 - Síðustu leikir enda kl. 14:30