Fréttir

Dagur Árni og Matea best í handboltanum

Handknattleiksdeild KA gerði upp nýliðinn handboltavetur á dögunum með glæsilegu lokahófi. Kvennalið KA/Þórs átti frábært tímabil þar sem stelpurnar stóðu uppi sem sigurvegarar í Grill66 deildinni og það án þess að tapa leik og leika stelpurnar því í deild þeirra bestu á næstu leiktíð

Birgir með silfurverðlaun á Íslandsmóti fullorðinna

KA-maðurinn knái, Birgir Arngrímsson, náði glæsilegum árangri um helgina þegar hann landaði silfurverðlaunum í -100 kg flokki á Íslandsmóti fullorðinna í júdó. Birgir, sem er búsettur í Reykjavík, sýndi ótrúlega frammistöðu þar sem hann vann þrjár glímur en tapaði einni

Herdís Eiríksdóttir til liðs við KA/Þór

KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Olísdeildinni næsta vetur er Herdís Eiríksdóttir skrifaði undir hjá félaginu. Herdís er öflugur línumaður sem gengur í raðir KA/Þórs frá ÍBV þar sem hún er uppalin

Íslandsmót í Áhaldafimleikum

ATH fréttinn hefur verið uppfærð Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram núna síðast liðna helgi og átti Fimleikadeild KA flottan hóp á þessu móti. - Sólon Sverrisson - unglingaflokkur karla - Aníta Ösp Róbertsdóttir - 1 þrep kvenna - Ester Katrín Brynjarsdóttir - 1 þrep kvenna - Patrekur Páll Pétursson - 2 þrep karla. Sólon keppti til úrslita á 5 áhöldum, en hann fékk tvö gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun. Patrekur náði 75.0,31 stigum, þar með náði hann þrepinu einnig. Aníta fékk brons verðlaun á gólfi og náði 5 sæti yfir allt. Ester lenti svo í 8 sæti yfir allt. Við óskum þessum iðkendum kærlega til hamingju með virkilega góðan árangur.

Ný stjórn kjörin

Ný stjórn Fimleikadeildarinar hefur verið stofnuð fyrir starfsárið 2025-2026. Við þökkum fráfarandi stjórn sitt starf. Skipan Stjórn Fimleikadeildar KA. Emilía Fönn Andradóttir - Formaður Helga Kristín Helgadóttir - Varaformaður Sólveig Rósa Davíðsdóttir - Stjórnarmeðlimur Kristján Heiðar Kristjánsson - Ritari Sonja Dagsdóttir - Stjórnarmeðlimur Einar Pampichler - Varamaður í stjórn Kristín Mjöll Benediktsdóttir - Varamaður í stjórn Ábendingar og önnur erindi fyrir stjórn Fimleikadeildar KA berist á fim.formadur@ka.is.

Marcel Rømer til liðs við KA

KA barst í dag mikill liðsstyrkur fyrir baráttuna í sumar þegar Marcel Rømer skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins. Rømer er 33 ára miðjumaður sem mætir norður frá danska liðinu Lyngby þar sem hann var fyrirliði

Tveir Íslandsmeistarar á Íslandsmóti yngriflokka

Glæsilegur árangur náðist hjá keppendum Júdódeildar KA um helgina þegar keppt var á Íslandsmóti yngri flokka 2025 en alls skilaði KA heim tvo Íslandsmeistaratitla, og tveimur silfurverðlaunum

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefst um helgina

Það er komið að stóru stundinni þegar karla- og kvennalið KA hefja leik í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Vinna þarf þrjá leiki og gríðarlega mikilvægt að hefja einvígin á sigri og til þess þurfum við ykkar stuðning

Eiður Eiðsson er fallinn frá

Eiður Eiðsson, mikill KA maður og sannur sjálfboðaliði er fallinn frá.

Ný heimasíða KA tekin í gagnið

Ný heimasíða KA var vígð í dag þann 9. apríl 2025 en síðan er samstarfsverkefni KA og hugbúnaðarfyrirtækisins Stefnu. Það er von okkar að með hinni nýju síðu verði allar helstu upplýsingar um félagið og starf þess aðgengilegri og sýnilegri