26.10.2025
Fótboltasumrinu lauk í gær er KA vann góðan 3-4 útisigur á ÍBV í lokaumferð Bestudeildarinnar en með sigrinum tryggðu strákarnir sér forsetabikarinn sem er afhentur liðinu sem endar í efsta sæti neðri hlutans. Er þetta þriðja árið í röð sem strákarnir vinna neðri hlutann og hafa því unnið bikarinn til eignar