Fréttir

Bílaþvottur KA og KA/Þórs 21. júlí

Meistaraflokkur karla og kvenna í handbolta munu þvo bíla sunnudaginn 21. júlí næstkomandi. Bílaþvotturinn er fjáröflunarliður fyrir æfingaferð til Danmerkur í ágúst. Bílaþvotturinn fer fram á planinu hjá SBA Norðurleið í Hjalteyrargötu og verður hægt að mæta með bílinn og sækja hann síðar um daginn
Lesa meira

Daníel og Sigþór fara á HM með U-21

Handknattleiksdeild KA á tvo fulltrúa í U-21 árs landsliði Íslands sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu á Spáni dagana 16.-28. júlí næstkomandi. Þetta eru þeir Daníel Örn Griffin og Sigþór Gunnar Jónsson og óskum við þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á mótinu
Lesa meira

Patrekur aftur til liðs við KA

Patrekur Stefánsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Patrekur sem verður 24 ára á árinu er öflugur leikstjórnandi sem lék áður með Akureyri Handboltafélagi en Patrekur er uppalinn hjá KA
Lesa meira

Arnór Ísak í lokahóp U-17 landsliðsins

Arnór Ísak Haddsson er í lokahóp U-17 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Opna Evrópumótinu í Gautaborg 1.-5. júlí næstkomandi sem og Ólympíuhátið Evrópuæskunnar sem fer fram í Baku í Azerbaijan 21.-27. júlí
Lesa meira

Jóhann og Einar framlengja um 2 ár

Jóhann Einarsson og Einar Birgir Stefánsson framlengdu í dag samninga sína við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Eru þetta mikil gleðitíðindi enda eru þarna á ferð öflugir ungir leikmenn sem ætla sér stóra hluti með KA liðinu sem leikur áfram í deild þeirra bestu á komandi tímabili
Lesa meira

Dagur og Svavar fara á HM U-19

Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson voru í dag valdir í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Makedóníu í sumar. Auk þess mun liðið taka þátt í sterku móti í Lubecke í Þýskalandi í undirbúningnum fyrir HM
Lesa meira

KA Podcastið - Óli Stefán og Jonni

Siguróli og Hjalti fá til sín þá Óla Stefán Flóventsson og Jónatan Magnússon í KA Podcastinu þessa vikuna og ræða þeir félagar ýmsa kanta á sínu starfi hjá KA. Óli Stefán fer yfir síðustu leiki sem og framhaldið í fótboltanum og þá ræðir Jonni nýliðinn vetur hjá KA/Þór sem og komandi tíma hjá karlaliði KA í handboltanum
Lesa meira

Sumaræfingar handboltans að hefjast

Sumaræfingar í handboltanum hefjast þriðjudaginn 4. júní og standa til 28. júní. Æfingatímabilið er því 4 vikur og er æft í KA-Heimilinu. Skráningarfrestur á æfingarnar er 31. maí og því er um að gera að ganga sem fyrst í verkið en æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2003-2008
Lesa meira

Daníel Örn Griffin til liðs við KA

Daníel Örn Griffin skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Daníel, sem er 20 ára gamall, er öflugur örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta sem og í horninu. Auk þess er hann sterkur og góður varnarmaður
Lesa meira

Hildur Lilja valin í U-15 ára landsliðið

Hildur Lilja Jónsdóttir var á dögunum valin í U-15 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa dagana 1.-2. júní næstkomandi. Við óskum þessari efnilegu stelpu til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is