Fréttir

Snorri vann gull með U17 í Ungverjalandi

Snorri Kristinsson var í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem lék á Telki Cup í Ungverjalandi á dögunum. Fjögur lið léku á mótinu en auk Íslands tóku Ungverjar, Írar og Tyrkir þátt

KA - Silkeborg afhending miða og aðrar upplýsingar

KA tekur á móti Silkeborg í síðari leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar UEFA á fimmtudaginn (31. júlí) klukkan 18:00 á Greifavellinum. Athugið að það er uppselt á leikinn og því miður getum við ekki bætt við sætum eða selt í standandi hólf og verða því ekki fleiri miðar í sölu.

Silkeborg - KA í beinni á Livey

Fyrri leikur Silkeborgar og KA í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Silkeborg á miðvikudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma

Birnir Snær til liðs við KA!

KA hefur borist gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir síðari hluta sumarsins en Birnir Snær Ingason skrifaði í morgun undir samning út tímabilið. Birnir sem mætir norður frá sænska liðinu Halmstad er 28 ára gamall vængmaður sem við bindum miklar vonir við að muni lyfta sóknarleik okkar upp á hærra plan

KA mætir Silkeborg í evrópukeppninni

Dregið var í aðra umferð Sambandsdeildar UEFA í hádeginu og voru Bikarmeistarar KA í pottinum en KA slapp við að leika í fyrstu umferð vegna Bikarmeistaratitilsins og góðs gengis íslenskra liða í Evrópu undanfarin ár

Evrópuleikur KA verður á Akureyri í lok júlí

Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð

Ásgeir framlengir út 2027

Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Geiri algjör lykilmaður í okkar liði og stórkostlegur karakter sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár

Þórhallur Ási gengur í raðir KA

Þórhallur Ási Aðalsteinsson hefur samið við knattspyrnudeild KA út keppnistímabilið 2028 en Þórhallur kemur til félagsins eftir tímabilið frá Hetti/Huginn þar sem hann mun fá dýrmæta reynslu í 2. deildinni í sumar. Þar er hann nú þegar kominn á blað þar sem hann hefur skorað 1 mark í fyrstu 3 leikjunum

Agnar Óli samdi við KA út 2027

Agnar Óli Grétarsson gekk á dögunum í raðir KA en Agnar Óli sem er 16 ára gamall kemur til félagsins frá KF. Agnar skrifaði undir samning sem gildir út sumarið 2027

Knattspyrnudeild og LifeTrack í samstarf

Á dögunum undirrituðu LifeTrack og Knattspyrnudeild KA samstarfssamning sem miðar að því að efla frammistöðu og heilsu leikmanna meistaraflokks karla á yfirstandandi tímabili en KA keppir í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Sambandsdeild Evrópu