17.08.2025
Snorri Kristinsson var í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem lék á Telki Cup í Ungverjalandi á dögunum. Fjögur lið léku á mótinu en auk Íslands tóku Ungverjar, Írar og Tyrkir þátt
28.07.2025
KA tekur á móti Silkeborg í síðari leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar UEFA á fimmtudaginn (31. júlí) klukkan 18:00 á Greifavellinum. Athugið að það er uppselt á leikinn og því miður getum við ekki bætt við sætum eða selt í standandi hólf og verða því ekki fleiri miðar í sölu.
22.07.2025
Fyrri leikur Silkeborgar og KA í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Silkeborg á miðvikudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma
18.07.2025
KA hefur borist gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir síðari hluta sumarsins en Birnir Snær Ingason skrifaði í morgun undir samning út tímabilið. Birnir sem mætir norður frá sænska liðinu Halmstad er 28 ára gamall vængmaður sem við bindum miklar vonir við að muni lyfta sóknarleik okkar upp á hærra plan
18.06.2025
Dregið var í aðra umferð Sambandsdeildar UEFA í hádeginu og voru Bikarmeistarar KA í pottinum en KA slapp við að leika í fyrstu umferð vegna Bikarmeistaratitilsins og góðs gengis íslenskra liða í Evrópu undanfarin ár
17.06.2025
Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð
07.06.2025
Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Geiri algjör lykilmaður í okkar liði og stórkostlegur karakter sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár
23.05.2025
Þórhallur Ási Aðalsteinsson hefur samið við knattspyrnudeild KA út keppnistímabilið 2028 en Þórhallur kemur til félagsins eftir tímabilið frá Hetti/Huginn þar sem hann mun fá dýrmæta reynslu í 2. deildinni í sumar. Þar er hann nú þegar kominn á blað þar sem hann hefur skorað 1 mark í fyrstu 3 leikjunum
22.05.2025
Agnar Óli Grétarsson gekk á dögunum í raðir KA en Agnar Óli sem er 16 ára gamall kemur til félagsins frá KF. Agnar skrifaði undir samning sem gildir út sumarið 2027
30.04.2025
Á dögunum undirrituðu LifeTrack og Knattspyrnudeild KA samstarfssamning sem miðar að því að efla frammistöðu og heilsu leikmanna meistaraflokks karla á yfirstandandi tímabili en KA keppir í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Sambandsdeild Evrópu