Fréttir

Frístundarrúta hefst 1.sept

KA og SBA-Norðurleið bjóða iðkendum KA upp á frístundarrútu sem ferjar iðkendur á æfingar í vetur. Frístundarrútan er ætluð börnum á aldrinum 6 til 11 ára sem æfa fimleika, fótbolta eða handbolta með KA. Það er engin skráning í rútuna en KA er með starfsmann í rútunni sem passar uppá farþega og að þeir fari út og inn í rútuna á réttum stöðum. Hinsvegar er það á ábyrgð foreldra að láta frístund vita að barn ætli að nýta sér frístundaraksturinn hjá KA, hvaða daga og hvenær. Frístund mun síðan hafa krakkana klára þegar að rútan kemur í hvern skóla fyrir sig. Einnig er hægt að mæta bara í rútuna ef krakkarnir eru ekki í frístund. Því miður er ekki hægt að keyra í fleiri skóla á fleiri tímum í bili en KA bindur vonir við það að um 90% af öllum þeim krökkum á aldrinum 6-11 ára sem æfa hjá deildunum okkar geti nýtt sér aksturinn. Septemberplanið MÁNUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:25 Naustaskóli 13:35 Brekkuskóli 13:45 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli ÞRIÐJUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli MIÐVIKUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:20 Naustaskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli 14:20 Naustaskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 KA-Heimilið 14:50 Giljaskóli FIMMTUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli FÖSTUDAGAR 13:12 Naustaskóli 13:22 Brekkuskóli 13:30 KA-Heimilið 13:40 Giljaskóli 14:07 Naustaskóli 14:17 Brekkuskóli 14:25 KA-Heimilið 14:35 Giljaskóli Októberplanið Í október, þegar fótboltinn fer í Bogann verða þetta tveir bílar BÍLL 1 13:25 Oddeyrarskóli 13:35 Lundarskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Oddeyrarskóli 14:40 Lundarskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:10 Giljaskóli 15:20 Lundarskóli 15:30 Oddeyrarskóli BÍLL 2 13:25 Brekkuskóli 13:35 Naustaskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli

Júdóæfingar að hefjast - Allir velkomnir

Júdódeild KA er að hefja haustönn sína og býður alla velkomna til að prófa og æfa íþróttina. Ólíkt mörgum öðrum íþróttum eru æfingar í boði fyrir alla aldurshópa, þar með talið fullorðna byrjendur.

Íris Hrönn Bikarmeistari í bekkpressu

Íris Hrönn Garðarsdóttir varð Bikarmeistari í bekkpressu um helgina og bætti þar enn einni skrautfjöður í hatt Lyftingadeildar KA. Allar þrjár lyftur Írisar voru gildar en mest lyfti hún 125kg

KA og Hallgrímur Mar framlengja út 2026

Knattspyrnudeild KA og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum og framlengja hann út sumarið 2026. KA og Grímsi skrifuðu undir tveggja ára samning sumarið 2023 en samningurinn innihélt ákvæði um þriðja árið sem hefur nú verið virkjað

Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn!

Handboltaveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi KA og KA/Þórs gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur

Blakæfingar vetrarins hefjast á mánudaginn

Blakveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi blakdeildar KA gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur

Fimleikadeild óskar eftir að ráða þjálfara!

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara til starfa, bæði virka daga og á laugardögum, með krílahópum. Okkur vantar metnaðarfulla og jákvæða einstaklinga sem hafa gaman af að vinna með börnum

KA óskar eftir starfskrafti - kvöld og helgarvaktir

Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í kvöld og helgarvaktir. Við leggjum mikið upp úr jákvæðni og þjónustulipurð sem fellur vel við samskipti við börn og unglinga. KA skipar mikilvægt hlutverk í akureyrsku samfélagi og leggjum við metnað okkar í að sinna því vel og vandlega

Liðsmyndir og myndband frá N1 móti stelpna

KA og N1 hafa haldið N1 mótið fyrir 5. flokk drengja frá árinu 1987 og hefur mótið vaxið og dafnað ár frá ári og er nú eitt allra stærsta íþróttamót landsins og er klárlega einn af hápunktum ársins hjá okkur KA-mönnum. Á dögunum var sagan svo skrifuð upp á nýtt er KA og N1 héldu fyrsta N1 mótið fyrir 6. flokk stúlkna

Snorri vann gull með U17 í Ungverjalandi

Snorri Kristinsson var í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem lék á Telki Cup í Ungverjalandi á dögunum. Fjögur lið léku á mótinu en auk Íslands tóku Ungverjar, Írar og Tyrkir þátt