Fréttir

Tinna Valgerður framlengir við KA/Þór

KA/Þór undirbýr sig nú af kappi fyrir baráttuna í efstudeildinni og var lykilskref tekið í þeirri vegferð í gær er Tinna Valgerður Gísladóttir skrifaði undir nýjan samning við félagið

Drífa stóð sig vel á HM í kraftlyftingum

Drífa Ríkharðsdóttir, lyftingakona úr KA, keppti á HM í klassískum kraftlyftingum í Þýskalandi nýverið. Drífa átti flott mót með samanlagðan árangur upp á 392,5 kg

Ingvar Heiðmann gengur í raðir KA

Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Ingvar Heiðmann Birgisson er genginn í raðir KA á nýjan leik og leikur með liðinu í Olísdeildinni á komandi vetri

Morten Boe Linder í raðir KA

Handknattleiksdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur er Norðmaðurinn Morten Boe Linder skrifaði undir tveggja ára samning við félagið

Bergrós Ásta með tvo sigra í Færeyjum með U19

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir leikmaður KA/Þórs var í eldlínunni með U19 ára landsliði Íslands í handbolta á dögunum sem lék tvo æfingaleiki við Færeyinga en leikið var í Færeyjum

Veglegur styrkur kvennakvölds Þórs og KA

Ár hvert fer fram glæsilegt kvennakvöld Þórs og KA og afhenti kvennakvöldsnefndin kvennaliðum félaganna veglega styrki á mánudaginn í leikhléi í leik Þórs/KA og Breiðabliks í Boganum. Hver deild fékk í ár styrk að upphæð 1,5 milljónir sem kemur sér ansi vel í rekstri liðanna okkar

KA mætir Silkeborg í evrópukeppninni

Dregið var í aðra umferð Sambandsdeildar UEFA í hádeginu og voru Bikarmeistarar KA í pottinum en KA slapp við að leika í fyrstu umferð vegna Bikarmeistaratitilsins og góðs gengis íslenskra liða í Evrópu undanfarin ár

Evrópuleikur KA verður á Akureyri í lok júlí

Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð

Jóna Margrét snýr aftur heim!

Blakdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur en Jóna Margrét Arnarsdóttir er mætt aftur heim eftir að hafa leikið tvö undanfarin tímabil með liði Sant Joan d'Alacant á Spáni

Danni Matt snýr aftur heim!

Handknattleiksliði KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í vetur er Daníel Matthíasson skrifaði undir hjá félaginu. Danni sem er þrítugur varnarjaxl og öflugur línumaður er uppalinn hjá KA snýr nú aftur heim eftir farsæla veru hjá FH