05.12.2025
Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á dögunum en þetta var í 92. skiptið sem veitt er úr sjóðnum. Í ár var úthlutað tæplega 30 milljónum króna úr sjóðnum til rúmlega 70 aðila úr flokkunum menningar- og samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna
03.12.2025
Hið árlega og geysivinsæla jólahappdrætti KA og KA/Þórs er farið af stað. Vinningaskráin er kyngimögnuð og telur í ár akkúrat 100 vinninga og heildarverðmæti þeirra er yfir tveimur milljónum íslenskra króna
03.12.2025
Síðustu tvær helgar fóru hópfimleikarnir suður og kepptu á haustmóti sem eru fyrstu mót þessa veturs.
4.flokkur gerði góða ferð til Selfoss og stóðu sig frábærlega þar, bættu sig töluvert mikið frá síðasta móti og voru deildinni til mikillar sóma.
Um síðustu helgi lögðu stúlkur úr 3., 2. og 1. flokki af stað suður til að taka þátt í Haustmótinu sem haldið var á vegum Stjörnunnar í Garðabæ. Þessar efnilegu fimleikastúlkur stóðu sig vel og sýndu frábærar framfarir í öllum flokkum.
1.flokkur sýndi sínar bestu hliðar og náði glæsilegum árangri með því að hreppa 1. sætið á fíber og 2. sætið í heildarkeppninni. Þetta er stórkostlegur árangur sem endurspeglar mikla vinnu og elju stúlknanna ásamt öflugum stuðningi frá þjálfurum og foreldrum.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með framúrskarandi frammistöðu um helgina og bíðum spennt eftir að fylgjast með frekari afrekum þeirra í framtíðinni.
01.12.2025
Stórafmæli skráðra félagsmanna í desember
28.11.2025
Valdimar Logi Sævarsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2028. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Valdi er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem á sannarlega framtíðina fyrir sér
19.11.2025
Steinþór Már Auðunsson eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2026
19.11.2025
Eftir samráð við slökkvilið Akureyrar höfum við bætt við 50 aukamiðum til sölu sem verða í boði í KA-Heimilinu í dag, miðvikudag. Ekki missa af stærsta leik tímabilsins
14.11.2025
Knattspyrnudeild KA hefur borist ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi sumar en Diego Montiel skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið. Diego er 30 ára gamall miðjumaður sem gengur í raðir KA frá Bikarmeisturum Vestra
13.11.2025
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir eru báðar í æfingahóp U20 ára landsliðs Íslands í handbolta sem kemur saman til æfinga í næstu viku en hópurinn mun æfa 17. til 23. nóvember
13.11.2025
Alex Cambray Orrason, lyftingamaður úr KA, stendur í ströngu þessi dægrin en hann er staddur í Rúmeníu að etja kappi við þá stærstu og sterkustu í heimi. Í Cluj-Napoca í Rúmeníu, eru komnir saman sterkustu kraftlyftingamenn heims til að keppa á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði