Fréttir

Andlát Haukur Jóhannsson

Látinn er góður KA félagi, Haukur Jóhannsson, eftir erfið veikindi. Haukur var mikill íþróttamaður og lék knattspyrnu bæði með ÍBA og KA

Dagur Gautason snýr aftur heim!

Handknattleiksdeild KA barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Dagur Gautason skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félagið. Dagur snýr því aftur heim en eins og flestir ættu að vita er hann uppalinn hjá KA og lifir svo sannarlega fyrir félagið

Gull hjá strákunum og stelpunum í U18 - bæði lið á EM

Blaklandslið Íslands í flokki U18 bæði drengja og stúlkna skrifuðu söguna upp á nýtt með stórkostlegum árangri á Evrópumóti smáþjóða. Bæði lið unnu mótið og tryggðu sér á sama tíma sæti á lokamóti EM en þetta er í fyrsta skiptið sem íslensk blaklandslið ná þessum árangri í þessum aldursflokki

Ari Valur Atlason í raðir KA

Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Ari Valur Atlason hefur skrifað undir eins og hálfs árs samning við félagið

Hallgrímur og Julia íþróttafólk KA 2025

Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og blakkonan Julia Bonet Carreras voru í dag kjörin íþróttafólk KA en úrslitin voru kunngjörð á 98 ára afmælisfögnuði KA í dag

Mateo þjálfari ársins og blakstelpurnar lið ársins

Meistaraflokkur kvenna í blaki er íþróttalið KA árið 2025 en stelpurnar urðu Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar á árinu. Þá var Miguel Mateo Castrillo þjálfari kvenna- og karlaliðs KA í blaki kjörinn þjálfari ársins hjá félaginu

Sóldís og Þórir hlutu Böggubikarinn

Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir úr blakdeild KA og Þórir Hrafn Ellertsson úr knattspyrnudeild KA hlutu Böggubikarinn á 98 ára afmælisfögnuði KA í dag

Jeppe Pedersen til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi sumar þegar Jeppe Pedersen skrifaði undir tveggja ára samning hjá félaginu

Tilnefningar til þjálfara ársins 2025

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 98 ára afmæli sitt sunnudaginn 11. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 16:30. Við það tilefni verður meðal annars þjálfari ársins hjá félaginu valinn en þetta verður í sjötta skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins

Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2025

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 98 ára afmæli sitt sunnudaginn 11. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 16:30. Við það tilefni verður meðal annars lið ársins hjá félaginu valið en í þetta skiptið eru sjö lið tilnefnd af deildum félagsins