Fréttir

28.04.2025

Íslandsmót í Áhaldafimleikum

ATH fréttinn hefur verið uppfærð Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram núna síðast liðna helgi og átti Fimleikadeild KA flottan hóp á þessu móti. - Sólon Sverrisson - unglingaflokkur karla - Aníta Ösp Róbertsdóttir - 1 þrep kvenna - Ester Katrín Brynjarsdóttir - 1 þrep kvenna - Patrekur Páll Pétursson - 2 þrep karla. Sólon keppti til úrslita á 5 áhöldum, en hann fékk tvö gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun. Patrekur náði 75.0,31 stigum, þar með náði hann þrepinu einnig. Aníta fékk brons verðlaun á gólfi og náði 5 sæti yfir allt. Ester lenti svo í 8 sæti yfir allt. Við óskum þessum iðkendum kærlega til hamingju með virkilega góðan árangur.
22.04.2025

Ný stjórn kjörin

Ný stjórn Fimleikadeildarinar hefur verið stofnuð fyrir starfsárið 2025-2026. Við þökkum fráfarandi stjórn sitt starf. Skipan Stjórn Fimleikadeildar KA. Emilía Fönn Andradóttir - Formaður Helga Kristín Helgadóttir - Varaformaður Sólveig Rósa Davíðsdóttir - Stjórnarmeðlimur Kristján Heiðar Kristjánsson - Ritari Sonja Dagsdóttir - Stjórnarmeðlimur Einar Pampichler - Varamaður í stjórn Kristín Mjöll Benediktsdóttir - Varamaður í stjórn Ábendingar og önnur erindi fyrir stjórn Fimleikadeildar KA berist á fim.formadur@ka.is.
30.08.2024

Höldur-Bílaleiga Akureyrar og Fimleikadeild KA gera með sér samstarfssamning.

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Hölds-Bílaleigu Akureyrar og Fimleikadeilar KA til þriggja ára. Allt frá árinu 2014 hefur Höldur stutt vel við fimleikastarfið í bænum og því afar ánægjulegt að búið sé að undrrita nýjan samstarfssamning. Við erum ákaflega ánægð með þann stuðning sem Höldur veitir fimleikadeildinni og hlökkum til að vinna vel með þeim áfram. Á myndinni eru Einar Pampichler og Alexandra Guðlaugsdóttir frá Fimleikadeild KA og Arna Skúladóttir frá Höldi við undirritun samningsins.
07.08.2024

Vantar sjálfboðliða í stjórn

Stjórn Fimleikadeildar KA óskar eftir tveimur sjálfboðaliðum í núverandi stjórn deildarinnar.