Fréttir

28.08.2025

Frístundarrúta hefst 1.sept

KA og SBA-Norðurleið bjóða iðkendum KA upp á frístundarrútu sem ferjar iðkendur á æfingar í vetur. Frístundarrútan er ætluð börnum á aldrinum 6 til 11 ára sem æfa fimleika, fótbolta eða handbolta með KA. Það er engin skráning í rútuna en KA er með starfsmann í rútunni sem passar uppá farþega og að þeir fari út og inn í rútuna á réttum stöðum. Hinsvegar er það á ábyrgð foreldra að láta frístund vita að barn ætli að nýta sér frístundaraksturinn hjá KA, hvaða daga og hvenær. Frístund mun síðan hafa krakkana klára þegar að rútan kemur í hvern skóla fyrir sig. Einnig er hægt að mæta bara í rútuna ef krakkarnir eru ekki í frístund. Því miður er ekki hægt að keyra í fleiri skóla á fleiri tímum í bili en KA bindur vonir við það að um 90% af öllum þeim krökkum á aldrinum 6-11 ára sem æfa hjá deildunum okkar geti nýtt sér aksturinn. Septemberplanið MÁNUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:25 Naustaskóli 13:35 Brekkuskóli 13:45 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli ÞRIÐJUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli MIÐVIKUDAGAR 13:15 Oddeyrarskóli 13:20 Naustaskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 KA-Heimilið 13:50 Giljaskóli 14:20 Naustaskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 KA-Heimilið 14:50 Giljaskóli FIMMTUDAGAR 13:20 Oddeyrarskóli 13:30 Brekkuskóli 13:40 Naustaskóli 13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 13:57 Giljaskóli 14:20 Oddeyrarskóli 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið 14:57 Giljaskóli 15:05 KA-Heimilið 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli 15:35 Oddeyrarskóli FÖSTUDAGAR 13:12 Naustaskóli 13:22 Brekkuskóli 13:30 KA-Heimilið 13:40 Giljaskóli 14:07 Naustaskóli 14:17 Brekkuskóli 14:25 KA-Heimilið 14:35 Giljaskóli Októberplanið Í október, þegar fótboltinn fer í Bogann verða þetta tveir bílar BÍLL 1 13:25 Oddeyrarskóli 13:35 Lundarskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Oddeyrarskóli 14:40 Lundarskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:10 Giljaskóli 15:20 Lundarskóli 15:30 Oddeyrarskóli BÍLL 2 13:25 Brekkuskóli 13:35 Naustaskóli 13:45 Giljaskóli 13:55 Boginn 14:30 Brekkuskóli 14:40 Naustaskóli 14:55 Boginn 15:05 Boginn 15:15 Naustaskóli 15:25 Brekkuskóli
21.08.2025

Fimleikadeild óskar eftir að ráða þjálfara!

Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða aðstoðarþjálfara til starfa, bæði virka daga og á laugardögum, með krílahópum. Okkur vantar metnaðarfulla og jákvæða einstaklinga sem hafa gaman af að vinna með börnum
15.08.2025

Haustönn hefst 25.ágúst

Ný og spennandi fimleikaönn hefst 25.ágúst samkvæmt stundaskrá og lýkur 20.desember. Æfingatafla haustsins er komin inn á heimasíðu, hana má finna hér en við biðjum ykkur að hafa í huga að hún er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar. Æfingar verða einnig settar inn á Sportabler fljótlega
11.08.2025

Skráning hafin í laugardags krílahópa !

Höfum opnað fyrir skráningar í vinsælu laugardags krílahópana okkar. Æfingar hefjast laugardaginn 6.september og fara fram í fimleikahúsinu við Giljaskóla. Yfirþjálfari hópanna er Ármann Ketilsson Skráning fer fram hér í gegnum sportabler !