28.04.2025
Íslandsmót í Áhaldafimleikum
ATH fréttinn hefur verið uppfærð
Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram núna síðast liðna helgi og átti Fimleikadeild KA flottan hóp á þessu móti.
- Sólon Sverrisson - unglingaflokkur karla
- Aníta Ösp Róbertsdóttir - 1 þrep kvenna
- Ester Katrín Brynjarsdóttir - 1 þrep kvenna
- Patrekur Páll Pétursson - 2 þrep karla.
Sólon keppti til úrslita á 5 áhöldum, en hann fékk tvö gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun.
Patrekur náði 75.0,31 stigum, þar með náði hann þrepinu einnig.
Aníta fékk brons verðlaun á gólfi og náði 5 sæti yfir allt.
Ester lenti svo í 8 sæti yfir allt.
Við óskum þessum iðkendum kærlega til hamingju með virkilega góðan árangur.