23.12.2021
Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu í dag um tilnefningar sínar til íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Lið KA/Þórs er eitt þriggja liða sem koma til greina sem lið ársins og Rut Jónsdóttir er ein af þeim tíu sem koma til greina sem íþróttamaður ársins
18.12.2021
Yngri landslið Íslands í handbolta, nánar tiltekið U20, U18, U16 og U15 hjá strákunum og U16 og U15 hjá stelpunum munu æfa á Höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem verður haldið áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar þar sem yngri landsliðin fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan
18.12.2021
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki unnu afar sannfærandi 19-41 sigur á nágrönnum sínum í Þór í Síðuskóla í gærkvöldi en KA liðið náði 0-6 forystu í leiknum og leiddi 7-18 í hálfleik. Þetta var síðasti leikur strákanna á árinu sem hefur svo sannarlega verið magnað hjá þeim
17.12.2021
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður KA/Þórs var í dag valin besta handknattleikskona ársins af Handknattsleikssambandi Íslands. Rut fór fyrir liði KA/Þórs á árinu sem varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að hún spilaði sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd á árinu
15.12.2021
Dregið hefur verið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs og kunnum við öllum þeim sem styrktu handboltaliðin okkar með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn. Aðeins var dregið úr seldum miðum en vinningana má vitja í KA-Heimilið frá og með morgundeginum, 16. desember og fram til 23. desember
12.12.2021
KA tók á móti HK í síðasta heimaleik ársins í Olísdeild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var sá fyrsti í síðari umferð deildarinnar. KA vann góðan sigur er liðin mættust í Kópavogi fyrr í vetur og voru strákarnir staðráðnir í að sækja önnur mikilvæg tvö stig gegn liði HK
11.12.2021
KA hefur náð samkomulagi við VfL Gummersbach um að Óðinn Þór Ríkharðsson verði á láni hjá þýska liðinu út desember mánuð. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Gummersbach sem er í efsta sæti næstefstu deildar en framundan eru þrír mikilvægir leikir sem Óðinn mun leika með liðinu
09.12.2021
KA tekur á móti HK í síðasta heimaleik ársins í handboltanum klukkan 19:30 á föstudaginn. Strákarnir unnu frábæran sigur í síðasta leik og þurfa á þínum stuðning að halda til að endurtaka leikinn
06.12.2021
KA tók á móti Gróttu í 11. umferð Olísdeildar karla í KA-Heimilinu í gær en fyrir leikinn voru gestirnir einu stigi fyrir ofan í deildinni og ljóst að strákarnir þyrftu nauðsynlega á sigri til að lyfta sér ofar í deildinni fyrir síðari umferðina
03.12.2021
Það er gríðarlega mikilvægur leikur hjá strákunum í handboltanum á sunnudaginn þegar Grótta mætir norður kl. 18:00. Grótta er stigi fyrir ofan okkar lið og ljóst að með sigri munu strákarnir fara uppfyrir Seltirninga í töflunni og býður Greifinn ykkur frítt á leikinn