Fréttir

Davíð Svansson til liðs við KA

Davíð Hlíðdal Svansson er genginn til liðs við KA en þessi öflugi og reyndi markvörður verður liðinu til taks í vetur. Davíð þekkir handboltann út og inn en hann hefur leikið með Aftureldingu, Fram og nú síðast HK auk þess sem hann lék með Nøtterøy í Noregi

Handboltaleikjaskólinn hefst um helgina

Handknattleiksdeild KA býður upp á þrælskemmtilegan handboltaleikjaskóla í vetur fyrir hressa krakka fædd árin 2016-2018. Skólinn sló í gegn á síðasta vetri og klárt mál að þetta skemmtilega framtak er komið til að vera

Veislan hefst á sunnudaginn!

Handboltinn byrjar að rúlla á sunnudaginn þegar KA/Þór tekur á móti Fram í leik Meistara Meistaranna kl. 14:15. Liðin mættust eins og frægt er orðið á síðasta tímabili þegar stelpurnar okkar tryggðu sér sinn fyrsta titil í sögunni

Handboltaæfingarnar byrja á morgun!

Handboltinn fer að rúlla aftur á morgun, mánudaginn 23. ágúst, og birtum við hér vetrartöfluna góðu. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri á síðasta vetri

Stuðningsmannaveggur KA og KA/Þórs

Vilt þú komast á vegginn í KA-heimilinu? Heimavelli KA og KA/Þór í Olís-deildinni. Nú er það auðveldara en nokkru sinni fyrr. Til þess að gera góðan stuðning enn betri ætla KA og KA/Þór að vera með stuðningsmannavegg í KA-heimilinu í vetur

Handboltaæfingar hefjast á mánudaginn

Það er farið að styttast í handboltaveturinn og munu æfingar hefjast mánudaginn 23. ágúst næstkomandi. Æfingataflan sjálf er í lokayfirferð og verður kynnt um helgina

Opna Norðlenska fer fram um helgina

Það er farið að styttast í komandi handboltavetur og fer hið árlega æfingamót Opna Norðlenska fram nú um helgina. Eins og undanfarin ár er keppt í karla- og kvennaflokki og verður spennandi að sjá stöðuna á liðunum eftir sumarfrí

KA/Þór fékk meistarana frá Kósóvó

Dregið var í fyrstu umferðir Evrópubikarkeppni kvenna í dag en Íslandsmeistarar KA/Þórs taka þátt í fyrsta skiptið í Evrópukeppni eftir frábæran árangur á síðustu leiktíð. Raunar ætlaði liðið að taka þátt í Evrópukeppni á síðustu leiktíð en ekkert varð af því vegna Covid veirunnar

Strandhandboltamótinu aflýst

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og stefnum við á að gera enn betur í ár

Rakel Sara í liði mótsins, Ísland í 5. sæti

KA/Þór átti alls fjóra fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti í B-deild Evrópumótsins í Norður Makedóníu sem lauk í dag. Þetta eru þær Anna Marý Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir