Fréttir

17 frá KA og KA/Þór í æfingahópum U15

Æfingahópar U15 ára landsliða Íslands í handbolta hafa verið gefnir út og eiga KA og KA/Þór alls 17 fulltrúa í hópunum. Landsliðshóparnir munu æfa fyrir sunnan helgina 18.-20. júní næstkomandi og er afar gaman að sjá jafn marga úr okkar röðum fá kallið að þessu sinni

KA/Þór Íslandsmeistari! (myndaveisla)

KA/Þór tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögunni með fræknum sigri á Val í Valsheimilinu í gær. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína á leikinn og úr varð frábær stemning og stórkostleg sigurhátið í leikslok

KA í lokaúrslit í 4. flokki yngri

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki karla í handboltanum leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en strákarnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með frábærum 31-16 sigri á HK í KA-Heimilinu í dag

Miðasalan er hafin á Valur - KA/Þór

Miðasalan er í fullum gangi á leik Vals og KA/Þórs að Hlíðarenda klukkan 15:45 á sunnudaginn. Stelpurnar tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn með sigri og við ætlum að fylla kofann

Níu leikmenn framlengja við KA/Þór

Níu leikmenn framlengdu á dögunum samning sinn við KA/Þór í handboltanum en liðið er eins og flestir ættu að vita Deildarmeistari og leiðir 1-0 í einvíginu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Það er þó alveg ljóst að við viljum meira og algjört lykilskref að halda áfram okkar öflugu leikmönnum innan okkar raða

Seinni leikur Vals og KA er í kvöld!

Valur og KA mætast í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar klukkan 20:00 að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn leiða með fjórum mörkum, 30-26, eftir fyrri leikinn en strákarnir okkar gefast aldrei upp og munu gefa sig alla í leik kvöldsins

Myndaveisla er KA/Þór tók forystuna

KA/Þór tók á móti Val í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í KA-Heimilinu í gær í spennuþrungnum leik. Stemningin sem myndaðist í KA-Heimilinu var magnþrungin og átti klárlega stóran þátt í því að stelpurnar unnu 24-21 og geta nú hampað titlinum með sigri fyrir sunnan á sunnudaginn

Frí hópferð á Valur - KA/Þór á sunnudag

KA/Þór vann frábæran 24-21 sigur á Val í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær og getur því tryggt sér titilinn með sigri í öðrum leik liðanna að Hlíðarenda á sunnudaginn klukkan 15:45

Íslandsmót hjá 6. fl karla og kvenna um helgina

Dagana 4. - 6. júní 2021 fer fram fjórða umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna. Leikið er í KA-Heimilinu, Íþróttahúsi Naustaskóla og Íþróttahöllinni. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.

Úrslitaeinvígið hefst kl. 18:00 í kvöld!

Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hefst klukkan 18:00 í kvöld í KA-Heimilinu. Stelpurnar sýndu frábæran karakter og yfirvegun þegar þær kláruðu ÍBV í framlengdum oddaleik fyrir framan stappað KA-Heimili og þær vilja meira