Fréttir

29.04.2025

Dagur Árni og Matea best í handboltanum

Handknattleiksdeild KA gerði upp nýliðinn handboltavetur á dögunum með glæsilegu lokahófi. Kvennalið KA/Þórs átti frábært tímabil þar sem stelpurnar stóðu uppi sem sigurvegarar í Grill66 deildinni og það án þess að tapa leik og leika stelpurnar því í deild þeirra bestu á næstu leiktíð
29.04.2025

Birgir með silfurverðlaun á Íslandsmóti fullorðinna

KA-maðurinn knái, Birgir Arngrímsson, náði glæsilegum árangri um helgina þegar hann landaði silfurverðlaunum í -100 kg flokki á Íslandsmóti fullorðinna í júdó. Birgir, sem er búsettur í Reykjavík, sýndi ótrúlega frammistöðu þar sem hann vann þrjár glímur en tapaði einni
29.04.2025

Herdís Eiríksdóttir til liðs við KA/Þór

KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Olísdeildinni næsta vetur er Herdís Eiríksdóttir skrifaði undir hjá félaginu. Herdís er öflugur línumaður sem gengur í raðir KA/Þórs frá ÍBV þar sem hún er uppalin
28.04.2025

Íslandsmót í Áhaldafimleikum

ATH fréttinn hefur verið uppfærð Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram núna síðast liðna helgi og átti Fimleikadeild KA flottan hóp á þessu móti. - Sólon Sverrisson - unglingaflokkur karla - Aníta Ösp Róbertsdóttir - 1 þrep kvenna - Ester Katrín Brynjarsdóttir - 1 þrep kvenna - Patrekur Páll Pétursson - 2 þrep karla. Sólon keppti til úrslita á 5 áhöldum, en hann fékk tvö gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun. Patrekur náði 75.0,31 stigum, þar með náði hann þrepinu einnig. Aníta fékk brons verðlaun á gólfi og náði 5 sæti yfir allt. Ester lenti svo í 8 sæti yfir allt. Við óskum þessum iðkendum kærlega til hamingju með virkilega góðan árangur.
22.04.2025

Ný stjórn kjörin

Ný stjórn Fimleikadeildarinar hefur verið stofnuð fyrir starfsárið 2025-2026. Við þökkum fráfarandi stjórn sitt starf. Skipan Stjórn Fimleikadeildar KA. Emilía Fönn Andradóttir - Formaður Helga Kristín Helgadóttir - Varaformaður Sólveig Rósa Davíðsdóttir - Stjórnarmeðlimur Kristján Heiðar Kristjánsson - Ritari Sonja Dagsdóttir - Stjórnarmeðlimur Einar Pampichler - Varamaður í stjórn Kristín Mjöll Benediktsdóttir - Varamaður í stjórn Ábendingar og önnur erindi fyrir stjórn Fimleikadeildar KA berist á fim.formadur@ka.is.
14.04.2025

Marcel Rømer til liðs við KA

KA barst í dag mikill liðsstyrkur fyrir baráttuna í sumar þegar Marcel Rømer skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins. Rømer er 33 ára miðjumaður sem mætir norður frá danska liðinu Lyngby þar sem hann var fyrirliði
13.04.2025

Tveir Íslandsmeistarar á Íslandsmóti yngriflokka

Glæsilegur árangur náðist hjá keppendum Júdódeildar KA um helgina þegar keppt var á Íslandsmóti yngri flokka 2025 en alls skilaði KA heim tvo Íslandsmeistaratitla, og tveimur silfurverðlaunum
10.04.2025

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn hefst um helgina

Það er komið að stóru stundinni þegar karla- og kvennalið KA hefja leik í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Vinna þarf þrjá leiki og gríðarlega mikilvægt að hefja einvígin á sigri og til þess þurfum við ykkar stuðning

Æfingatöflur

KOMDU Á ÆFINGU!

KA býður upp á fjölbreyttar æfingar fyrir hressa krakka í fótbolta, handbolta, blaki, júdó, lyftingum og fimleikum. Það er alltaf í boði að koma og prófa og hvetjum við ykkur eindregið til að prófa sem flestar greinar hjá KA.

Æfingatíma má finna á undirsíðu hverrar deildar fyrir sig. Ef einhverjar spurning eru þá er hægt að hafa samband við yfirþjálfara hjá hverri deild fyrir sig. Hlökkum til að sjá ykkur!