Nýjustu myndböndin

Thumbnail
  • KA 3-1 Haukar - mörkin
  • KA tók á móti Haukum þann 23. maí síðastliðin. Leiknum lauk með 3-1 sigri KA. Hér má sjá mörkin. Mörk KA skoruðu þeir Ævar Ingi Jóhannesson, Archange Nkumu og Juraj Grizelj 

Thumbnail
  • Þorvaldur Örlygsson, ógleymanlegt mark af 40 metrum
  • Þorvaldur Örlygsson skoraði ótrúlegt mark á Akureyrarvelli þann 30. júní 2002 þegar KA vann öruggan 4-1 sigur á Keflvíkingum. Markið kom á 6. mínútu leiksins þegar Þorvaldur tæklaði Georg Birgisson og sveif boltinn af 40 metra færi yfir Ómar Jóhannsson í marki Keflavíkur.

    Fyrr hafði Hreinn Hringsson komið KA á bragðið með marki á 4. mínútu leiksins. Adolf Sveinsson minnkaði muninn í 2-1 með marki á 13. mínútu en Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jók muninn aftur í tvö mörk með laglegu marki á 41. mínútu. Hreinn Hringsson innsiglaði svo gulan og bláan sigur með marki á 65. mínútu og lokatölur 4-1.

Thumbnail
  • KA - Fylkir 2-3, Coca-Cola Bikarinn 2002 undanúrslit
  • KA og Fylkir mættust í undanúrslitum Coca-Cola bikars KSÍ sumarið 2002 en liðin höfðu mæst í úrslitaleik keppninnar sumarið áður þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Finnur Kolbeinsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fylkismenn sem fengu síðan ansi ódýra vítaspyrnu sem Sævar Þór Gíslason skoraði úr. Sævar skoraði síðan öðru sinni fyrir hálfleik og staðan því 0-3 fyrir Fylki í hálfleik.

    En KA menn hafa ekki verið þekktir fyrir að gefast upp og Hreinn Hringsson minnkaði muninn í 1-3 með marki á 72. mínútu. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson skoraði svo laglegt mark á 88. mínútu og minnkaði muninn í 2-3. En lengra komust KA menn ekki og lokatölur því 2-3.

Thumbnail
  • Ævar Ingi: Þessi hópur er bara frábær

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband