Íslandsmet tryggði Alex silfur á EM í kraftlyftingum

Alex Cambray Orrason tryggði sér silfuverðlaun í hnébegju á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði í dag. Mótið er haldið í Pilsen í Tékklandi en Alex keppir í -93kg opnum flokki. Alex uppskar sannarlega eftir mikla vinnu og átti frábæran dag. Alex byrjaði á 327,5 kg, tók næst 345 kg og í þriðju beygju lyfti hann 357,5 kg sem er 10 kg bæting á hans eigin Íslandsmeti. Þessi lyfta tryggði honum silfur í hnébeygju í feykisterkum flokki. Bekkpressan var spennandi, fyrstu tvær lyfturnar gengu ekki alveg sem skyldi en Alex náði þriðju örugglega með 202,5 kg á stönginni. Réttstöðulyftan byrjaði vel með 260 kg í fyrstu lyftu. Dómari snéri við annarri lyftu í ógilda en Alex lfti 275 kílóin í þriðju lyftu. Samanlagður árangur varð 835 kg og skilaði Alex 4. sæti í flokknum en það var aðeins líkamsþyngd sem skildi að 3. og 4. sæti í flokknum. Sannarlega frábær árangur hjá Alex og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur! Upplýsingar frá www.kraft.is.

6 Íslandsmeistaratitlar og 3 íslandsmet

KA átti sjö keppendur á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina. Um er að ræða fyrsta mót KA í kraftlyftingum í áraraðir. Það má með sanni segja að félagið hafi staðið sig með sóma á mótinu. Sex Íslandsmeistaratitlar, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet skiluðu sér heim í KA heimilið ásamt því að félagið endaði í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki með 45 stig

KA á 7 keppendur á íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina.

Um helgina fer fram íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og fer mótið fram í Miðgarði í Garðabæ. 72 keppendur eru skráðir á mótið og á KA 7 af þeim, sem verður að teljast frábært afrek fyrir deildina sem heldur uppá 1 árs afmæli í lok marsmánaðar.

Nýr lyftingasalur tekin í notkun!

Lyftingadeild KA hefur tekið í notkun nýjan lyftingasal. Salurinn er staðsettur að Tryggvabraut 22 og er í samstarfi við líkamsræktarstöðina Norður.