Fréttir

6 Íslandsmeistaratitlar og 3 íslandsmet

KA átti sjö keppendur á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina. Um er að ræða fyrsta mót KA í kraftlyftingum í áraraðir. Það má með sanni segja að félagið hafi staðið sig með sóma á mótinu. Sex Íslandsmeistaratitlar, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet skiluðu sér heim í KA heimilið ásamt því að félagið endaði í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki með 45 stig

KA á 7 keppendur á íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina.

Um helgina fer fram íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og fer mótið fram í Miðgarði í Garðabæ. 72 keppendur eru skráðir á mótið og á KA 7 af þeim, sem verður að teljast frábært afrek fyrir deildina sem heldur uppá 1 árs afmæli í lok marsmánaðar.