16.11.2023
Alex Cambray Orrason, kraftlyftingamaður úr KA, hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fór í Litháen. Okkar maður lyfti samanlagt 810kg og endaði Alex í 10. sæti í sínum flokki, sem er -93kg.
15.11.2023
Alex Cambray Orrason keppir á HM í kraftlyftingum með útbúnað í dag en mótið fer fram í Druskininkai í Litháen. Alex sem keppir fyrir lyftingadeild KA hefur verið einn allra öflugast kraftlyftingamaður landsins undanfarin ár og keppir nú á sínu öðru heimsmeistaramóti
23.06.2023
Sumarmót Lyftingasambands Íslands og Lyftingadeildar KA fer fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, og hefst mótið klukkan 10:00. Alls keppa 14 konur og 9 karlar á mótinu og má reikna með mikilli spennu og skemmtun en nokkrir keppendur stefna á að bæta íslandsmet
06.05.2023
EM í kraftlyftingum í búnaði er í fullum gangi og keppir okkar maður, Alex Cambray Orrason, klukkan 13:00 í dag. Mótið fer fram í Thisted í Danmörku og verður spennandi að fylgjast með Alex en hann keppir í 93 kg flokki
05.03.2023
KA átti sjö keppendur á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina. Um er að ræða fyrsta mót KA í kraftlyftingum í áraraðir.
Það má með sanni segja að félagið hafi staðið sig með sóma á mótinu. Sex Íslandsmeistaratitlar, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet skiluðu sér heim í KA heimilið ásamt því að félagið endaði í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki með 45 stig
02.03.2023
Um helgina fer fram íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og fer mótið fram í Miðgarði í Garðabæ.
72 keppendur eru skráðir á mótið og á KA 7 af þeim, sem verður að teljast frábært afrek fyrir deildina sem heldur uppá 1 árs afmæli í lok marsmánaðar.