Fréttir

Stór vika hjá Lyftingadeild KA

Það var stór vika hjá Lyftingadeild KA í síðustu viku. Alex Cambrey Orrason gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet þegar hann keppti á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði. Mótið fór fram í Hamm í Lúxemburg, 7.–12. maí. Árangur Alex skilaði honum fimmta sæti í -93kg. flokki.