Fréttir

Æfingar yngriflokka hefjast í dag 10. september

Þá eru æfingar að hefjast í dag.  Boðið verður upp á fyrsta mánuðinn frían fyrir nýja iðkendur.Einnig fá allir nýjir iðkendur nýja bolta um leið og fyrstu æfingagjöld eru greidd.Æfingatöfluna má finna undir tenglinum "Æfingatafla" hér vinstra megin í veftrénu.

Pólverjar á leið til KA

Filip Szewczyk (29 ára), sem var hjá liðinu á síðasta tímabili, snýr aftur auk þess sem nýr leikmaður bætist í hópinn.  Sá heitir Piotr Slawomir Kempisty (28 ára). 

Fyrstu leikir KA gegn ÍS

Blakdeild KA barst leikjaplan Íslandsmóts karla fyrir helgina en samkvæmt því hefst leiktíðin á leikjum ÍS og KA.  Leikið verður í Reykjavík dagana 13. og 14. október.

Kvennalið KA spilar í 2. deild í vetur

Stjórn Blakdeildar KA hefur ákveðið að senda m.fl. lið kvenna í 2 deildina í vetur og draga sig út úr 1. deildinni í bili.  Þetta er gert í ljósi þess að KA missir meðal annarra 3 máttarstólpa úr liðinu þær Jóhönnu Gunnars, Nataliu Gomzinu og Kolbrúnu Jónsdóttur og fær enga reynslumikla leikmenn í staðinn.  

Blakið að hefjast

Nú er að hefjast nýtt tímabil í blakinu og eru menn farnir að draga skóna af hilluni.

Enn fjölgar í leikmannahópi KA

Valgeir Valgeirsson (18 ára) sem lék með HK á síðasta tímabili hefur ákveðið að ganga til liðs við KA. Valgeir, sem er miðjusmassari, var í A-landsliðshópi karla sem tók þátt í smáþjóðaleikunum í sumar og er hann því mikill fengur fyrir KA liðið.

Sigur hjá öðrum flokki

Einn leikur fór fram í 2.flokki drengja fyrir norðan.  KA og HK áttust við og unnu KA menn frækinn sigur í leiknum, 3-2.  Þetta er önnur viðureign liðanna í fjórfaldri umferð en KA menn unnu einmitt fyrri leikinn einnig 3-2.  Liðin eigast næst við á Akureyri 10. mars og lokaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn verður 1. apríl. 

Úrslitakeppnin á morgun

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni á morgun fimmtudag. KA og Þróttur Reykjavík mætast í kvennaflokki og KA og HK í karlaflokki en HK sigraði fyrstu viðureign félaganna í Kópavogi í gærkvöld naumlega 3-2. Kvennaleikurinn hefst klukkan 18 og karlaleikurinn klukkan 19.30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.

Naumt tap í Digranesi

Í karlaflokki börðust KA og HK í æsispennandi leik í Digranesi. KA vann fyrstu hrinuna og HK aðra hrinu. KA sigraði þriðju hrinu og var vel yfir í fjórðu hrinunni og ætluðu sér sigur í leiknum. En þá small HK liðið í gír, náði að vinna upp forskot KA manna og vinna hrinuna 25-22. HK var sterkara í oddahrinunni og sigraði 15-9 og þar með leikinn. Þeir leiða því einvígið 1-0 en tvo sigra þarf til að komast áfram.

Fjórir frá KA í landsliðið

Fjórir leikmenn frá KA eru í landsliðshópum Íslands sem valdir voru nú á dögunum. Natalia Gomzina er eini leikmaður kvennaliðsins en Hilmar Sigurjónsson, Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson voru valdir í karlaliðið en þeir eru aðeins 18 ára gamlir. Davíð Búi Halldórsson gaf ekki kost á sér í hópinn.