Handboltaleikjaskóli

Hinn stórskemmtilegi handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka á aldrinum 2-5 ára fer af stað á sunnudaginn (7. september). Skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og prófa.

Eins og undanfarin ár fer skólinn fram í íþróttasal Naustaskóla klukkan 10:00 á sunnudögum. Fyrsti tími þessa nýja tímabils er eins og fyrr segir á sunnudaginn 7. september og hlökkum við svo sannarlega til að hefja þessa veislu á ný.

Skráning í skólann fer fram í gegnum Abler en nýir iðkendur eru að sjálfsögðu velkomnir í prufutíma. Einnig fara allar upplýsingar um æfingar og annað í gegnum Abler.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Í HANDBOLTASKÓLANN