26.03.2011
Karla- og kvennalið KA voru í erldlínunni fyrir sunnan um helgina og spiluðu tvo leiki hvort. Karlalið KA rúllaði yfir Fylki og HK og tryggði sér
þar með deildarmeistaratitilinni. Kvennaliðið tapaði fyrir Ými í gær en vann Stjörnuna í dag í hörkuleik og tryggði sér
þar með sæti í úrslitakeppninni.
21.03.2011
Mfl karla varði í gær bikarmeistaratitil sinn í blaki þegar liðið lagði Stjörnuna í úrslitaleik í Lagardagshöll.
17.03.2011
Bikarkeppni BLÍ fer fram um helgin í Laugardalshöll en úrslitaleikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV, sunnudaginn 20.
mars.
09.03.2011
KA lagði lið Stjörnunnar nokkuð örugglega um helgina. Hilmar Sigurjónsson fyrrum KA maður mætti á gamla heimavöllinn en gat
lítið gert við sigri KA í leiknum. Heimamenn unnu leikinn örugglega 3-0.
26.01.2011
Um helgina fór fram Bikarmót BLÍ í 2. og 3. flokki. Mótið fór fram í Fylkishöllinni í Reykjavík. KA átti lið
í 3. flokki karla og kvenna. Það er skemmst frá því að segja að liðin stóðu sig geysilega vel.
Stelpurnar urðu bikarmeistarar með fullt hús stiga og einungis eina tapaða hrinu á móti Stjörnunni í miklum baráttuleik. Í þeim
leik unnu þær fyrstu hrinuna 25 – 23, töpuðu næstu 22 – 25 og unnu svo þriðju og síðustu hrinuna 16 – 14. Það var
því mikil spenna allt til loka leiksins. Aðra leiki sigruðu þær nokkuð örugglega. Þetta eru frábærar stelpur sem eiga
framtíðina fyrir sér í íþróttinni!
Strákarnir urðu í 2. sæti á mótinu. Þeir áttu í basli með Stjörnuna í fyrsta leiknum og töpuðu honum. Eftir
það rifu þeir sig svo upp og unnu alla leikina sem eftir voru. Þessir strákar eru mjög ungir – flestir á yngsta ári í 3. flokki og sumir
hverjir í 4. flokki – þannig að það er ljóst að þarna eru gríðarlega efnilegir strákar á ferðinni. Þess má
geta að þeir eru efstir eftir fyrri hluta íslandsmótsins og ljóst að þeir gefa það sæti ekki eftir baráttulaust! Það
verður því spennandi að fylgjast með síðari hlutanum í vor.
15.01.2011
KA gerði góða ferð í höfuðborgina um helgina. KA lagði Þróttara í gær og tók svo lið Stjörnunnar í
kennslustund í dag. Stjarnan átti aldrei möguleika í leiknum og munaði mestu um að sterkustu leikmenn liðsins náðu sér engan veginn
á strik.
14.01.2011
KA lagði lið Þróttara í vægast sagt slökum leik á föstudaginn. Leikmenn KA, utan Jóhanns Eiríkssonar, náðu
sér engan veginn á strik og verða að girða sig í brók fyrir leikinn á morgun.
08.01.2011
Meistaflokkur karla í blaki átti góðan leik í dag gegn Fylki og vann nokkuð auðveldan 3-0 sigur.
Okkar menn unnu fyrstu hrinuna 25-17, þá næstu 25-21 og þriðju hrinuna 25-22. Marek Bernat, þjálfari liðsins gat leyft sér að nota yngri
leikmenn liðsins mikið í leiknum sem kom þó ekki niðri á árangri liðsins. Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 19 stig
og Davíð Búi Halldórsson var með 14 stig. Í liði Fylkis var Ivo Simeonov með 11 stig og nafni hans Bartkevics með 10 stig. Við höldum
því liðið heldur því toppsætinu áfram með 16 stig og HK komst upp fyrir Stjörnuna í 2. sætið með 15 stig.