18.03.2012
Karlalið KA í blaki náði þeim frábæra árangri nú síðdegis að verða bikarmeistari þriðja árið í
röð. Strákarnir sigruðu Stjörnuna nokkuð sannfærandi í þremur hrinum gegn einni eftir að hafa tapað fyrstu hrinunni.
23.01.2012
Bikarmóti BLÍ í 2. og 3. flokki beggja kynja lauk á Akureyri sunnudaginn 22. janúar. Liðin í 2. fl. kk
drógu sig úr keppni og því voru engir bikarmeistarar krýndir í þeim flokki þetta árið. Mótið tókst í alla
staði vel og voru leikmenn og þjálfarar/fararstjórar sjálfum sér og íþróttafélögum sínum til mikils sóma. KA var
bikarmeistari í öllum flokkum þ.e. 2. og 3. fl. kvk og 3. fl. kk.
15.01.2012
Íslandsmeistarar Þróttar frá Neskaupstað tylltu sér í fjórða sæti í Mikasadeild kvenna í blaki með 3:0 sigri á
KA en liðin mættust á Akureyri á laugardaginn.
Þróttur vann fyrstu hrinu leiksins 25:13. Meiri spenna var í annarri hrinunni en gestirnir höfðu betur 25:17. Þriðja hrina leiksins fór svo 25:12 fyrir
Þrótt og því þrjú stig í höfn hjá Íslandsmeisturunum.