Amelía Ýr í lokahóp U17 landsliðsins

Blak

U17 ára stúlknalandslið Íslands í blaki leikur á næstu dögum á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. KA á einn fulltrúa í lokahópnum en það er hún Amelía Ýr Sigurðardóttir. Amelía sem leikur í stöðu uppspilara hefur hefur sýnt gríðarlegar framfarir á undanförnum árum og á tækifærið svo sannarlega skilið.

Íslenska liðið mun leika gegn Danmörku, Færeyjum og Noregi á mótinu en leikin er einföld umferð og svo einföld úrslit á lokadeginum þann 20. október en mótið hefst 18. október. Þjálfarar liðsins eru þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto.

Við óskum Amelíu til hamingju með valið sem og góðs gengis í þessu spennandi verkefni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is