Bikarúrslit um nćstu helgi

Blak

Allir bikarleikir helgarinnar, bæði fjórðungsúrslit og bikarúrslit karla og kvenna  fara fram í Laugardagshöllinni í Reykjavík um næstu helgi.  KA mætir Fylki kl. 17:00 á laugardag í fjögurra liða úrslitum.  Vinni KA lið Fylkis mætir það sigurvegaranum úr leik Þróttar Reykjavík og Stjörnunnar. Úrslitaleikurinn hefst kl. 15:30 á sunnudag.Við hvetjum gamla KA menn í Reykjavík og nágrenni til að mæta í Laugardalshöllina og hvetja KA menn til sigurs. Áfram KA!!!!!

Lið Fylkis spilar í annarri deild og er skipað mörgum leikreyndum spilurum og eru sýnd veiði ekki ekki gefin og má alls ekki vanmeta. Skemmst er að minnast þess frá í fyrra er KA var næstum því slegið út úr bikarnum eftir mikla rimmu við lið ÍS sem endaði 3-2 og dró mikinn mátt úr KA liðinu sem svo tapaði naumlega 3-1 fyrir Stjörnunni í úrslitaleik daginn eftir.

 

 

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is