Blakið og veðurguðirnir

Blak
Blakið og veðurguðirnir
Biðstaða...

Síðustu leikir í Mikasa-deildinni voru á dagskrá um helgina. Liðin okkar áttu tvo leiki hvort - karlaliðið tvo leiki við Aftureldingu og kvennaliðið við Aftureldingu og Þrótt R. Leikirnir áttu að fara fram á föstudagskvöld og laugardag og á laugardagskvöldið var svo Árs- og uppskeruhátíð BLÍ. Eins og alkunna er þá voru veðurguðirnir í sínum versta ham hér norðanlands og ekki fært suður yfir heiðar. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að færa til leikina. Stelpurnar eru nú komnar suður og spila við Aftureldingu í dag, sunnudag, og Þrótt R á morgun, mánudag. Karlaleikirnir voru báðir færðir yfir á sunnudag en ákvörðun var tekin um að spila þá ekki þar sem okkar menn eru að fara að spila sinn fyrsta leik í undanúrslitum til Íslandsmeistara annað kvöld, mánudag, og liggur í augum uppi að liðið spilar ekki tvo leiki daginn fyrir leik í úrslitum á móti HK sem var í leikfríi um helgina. 

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is