Bridgestone bikarkeppni BLÍ um helgina

Blak
Bridgestone bikarkeppni BLÍ um helgina
Karlaliđ KA eftir leikinn gegn Ţrótti Reykjavík
Bæði karla- og kvennalið KA taka þátt í Bridgestone Bikarnum sem fer fram í dag og á morgun í Fylkishölli í Reykjavík.  Fylgjast má með framvindu mótsins á http://www.blak.is/  Einnig sendir Skautafélag Akureyrar lið í kvennaflokki til þátttöku á mótinu.

Karlaliðið sendir þunnskipaðan hóp suður að þessu sinni en í liðið vantar þá Daníel Sveinsson og Árna Björsson en þeir hafa báðir verið lykilmenn með KA í vetur og Hilmar Sigurjónsson er fjarverandi vegna veikinda. Að auki hefur Valgeir Valgeirsson nú skipt yfir í HK.  Það er því spennandi að sjá hvernig KA-liðinu tekst að spila úr þeim mannskap sem það hefur til ráðstöfunar í þessum leik.  Þar er mun mæða á ungum og efnilegum leikmönnum KA sem þarna fá sína eldskýrn og reynsluboltunum Filip og Piotr.

Kvennaliðið er í betri málum og teflir fram sínu sterkasta liði.  Það verður spennandi að sjá hvort þær ná að fylgja eftir góðri frammistöðu í MIKASADEILDINNI en þar eru þær ennþá ósigraðar.                            


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is