Brosbikarinn um helgina í Ólafsvík

Blak

Karla- og kvennalið KA spila sína fyrstu leiki í vetur nú um helgina þegar þau halda vestur á Snæfellsnes til að spila í Brosbikarkeppninni.

Karlaliðið er í riðli með Fylki og HK og verður að teljast sigurstranglegast í sínum riðli. Í hinum riðlinum er Stjarnan líkleg til afreka en þar eru líka Þróttur Reykjavík og UMFG.

Kvennaliðið er í riðli með HK Utd, Þrótti Neskaupstað og Þrótti Reykjavík C. Í hinum riðlinum eru HK, Fylkir, Stjarnan og Þróttur Reykjavík.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is