Viđburđur

Blak - 14:00

KA átti náđugan dag gegn HK og vann 3-0

Í dag vann karlalið KA góðan 3-0 sigur á áhugalitlum HK-ingum. KA menn áttu harma að hefna en HK er eina liðið sem hefur unnið KA á þessu keppnistímabili. Í þeim leik komust KA menn í 2-0 en glutruðu leiknum svo í einhverju mesta klúðri íþróttasögu Íslands. Nú var annað uppi á teningnum en HK komst nærri í lokahrinunni.

 

KA-HK   3-0       (25-21, 25-18, 25-23)

KA átti ekki í nokkrum erfiðleikum í leiknum enda var mótspyrnan ekki mikil. HK piltarnir virtust eitthvað niðurdregnir og hafa oftast leikið betur. Davíð Búi var mættur á ný í lið KA og verður hann sjálfsagt með liðinu það sem eftir er af tímabilinu.
KA gaf tóninn strax með tveimur sturtublokkum og svo leiddu þeir alla fyrstu hrinuna. HK náði að hleypa spennu í hrinuna undir lokin þegar staðan varð 21-20. KA gerði fullt af mistökum en náði samt að landa 25-21 sigri. Merkilegt verður að telja að Hilmar skoraði ekki stig í hrinunni, klúðraði 80% af sóknunum sínum og 50% af uppgjöfunum.
Sláninn frá Ólafsvík komst loks í gang um miðja aðra hrinuna en uppgjafirnar skánuðu reyndar ekkert. Piotr og Hilmar virtust í keppni um að klúðra sem flestum uppgjöfum. Sóknin hjá þeim var sem betur fer til fyrirmyndar og skilaði Piotr nánast öllu beint í gegn. HK átti ekkert svar og KA rúllaði annarri hrinunni upp 25-18.
Þriðja hrinan virtist ætla að fara sömu leið en smá kæruleysi og hikst hleypti HK full nálægt. Hrinan virtist komin í stöðunni 23-18 en þá kom frábær uppgjöf frá Bjarka, beint í gólf hjá HK, að vísu undir netið. HK minnkaði muninn í 23-22 en KA hélt haus og kláraði leikinn með stæl.

Stig KA og tölfræði úr leiknum:

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Piotr

19

16-2-1

1-4-5

8-2-0

19-4-3

2-0-1

1

Daníel

9

3-6-0

0-7-1

0-0-0

3-3-2

6-4-0

0

Hilmar

8

7-1-0

0-2-6

0-0-1

7-4-7

1-0-1

0

Davíð Búi

6

4-0-2

2-8-1

10-5-1

4-3-0

0-0-0

2

Valur

4

2-2-0

0-15-0

1-0-0

2-4-0

2-2-0

2

Filip

2

1-1-0

0-15-0

0-0-0

1-3-1

1-1-0

2

Kristján

0

0-0-0

0-2-0

0-0-0

0-1-0

0-0-0

0

Árni

0

0-0-0

0-0-0

14-6-1

0-0-0

0-0-0

3

Bjarki

0

0-0-0

0-0-1

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

KA átti náđugan dag gegn HK og vann 3-0
M.fl. Blakdeildar KA jan. 2010

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is