Erfitt bikarmót hjá kvennaliði KA

Blak

Kvennaliðinu okkar gekk ekki vel á nýliðinu bikarmóti sem fram fór í KA heimlinu og tapaði öllum sínum leikjum. Þess ber þó að geta að það vantaði tvo lykilleikmenn liðsins þær Auði og Gúðrúnu Jónsdætur sem voru báðar með flensu og mátti liðið illa við fjarveru þeirra. Í staðinn fyrir þær komu inn í liðið tvær bráðefnilegar 13 ára stúlkur úr 4 flokki og stóðu þær sig mjög vel. 

 

Það voru þær Ásta Lilja Harðardóttir og Alda Ólína Arnarsdóttir og vöku þær mikla athygli fyrir góða frammistöðu þrátt fyrir ungan aldur.  Það er þó ljóst að eftir 1-2 ár verður KA komið með mjög frambærilegt lið í meistaraflokki og þær hafa þegar sýnt tennurnar m.a. um daginn þegar þær unnu KA-Freyjur í 2. deildinni í blakí örugglega 2-0. 
Hér eru úrslit mótsins

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is