Fjórir KA menn í landsliðshópnum

Almennt | Blak

Nú styttist í Smáþjóðaleikana sem haldnir verða hér á landi eftir nokkra daga. Íslenska blaklandsliðið keppir á leikunum og eru fjórir leikmenn KA í 22 manna hópi Íslands. Þeir eru Filip Pawel Szewczyk, Hilmar Sigurjónsson, Piotr Slawomir Kempisty og Ævarr Freyr Birgisson.

Auk Íslands taka lið Luxemborgar, Monakó og San Marino þátt á leikunum.

Íslenska landsliðið fer í æfingaferð til Færeyja um helgina og leikur þar tvo leiki við heimamenn. Ekki eiga allir úr æfingahópnum kost á að fara með, þannig er Ævarr Freyr Birgisson eini KA maðurinn sem fer til Færeyja.

22 manna hópur Íslands er þannig skipaður:
Alexander Stefánsson Göteborg
Andreas Hilmir Halldórsson HK
Andris Orlovs HK
Ágúst Máni Hafþórsson HK
Benedikt Baldur Tryggvason Stjarnan
Elías Rafn Ólafsson HK
Felix Þór Gíslason HK
Filip Pawel Szewczyk KA
Hafsteinn Valdimarsson Marienlyst
Hilmar Sigurjónsson KA
Ólafur Finnbogi Ólafsson Stjarnan
Kjartan Fannar Grétarsson HK
Kristján Valdimarsson Middlefart
Lúðvík Már Matthíasson HK
Magnús Ingvi Kristjánsson Þróttur R
Matthías Haraldsson Þróttur N
Piotr Slawomir Kempisty KA
Róbert Karl Hlöðversson Stjarnan
Stefán Gunnar Þorsteinsson HK
Theódór Óskar Þorvaldsson HK
Valgeir Valgeirsson Þróttur N
Ævarr Freyr Birgisson KA

Þjálfari er Rogerio Ponticelli, aðstoðarþjálfari er Ólafur Jóhann Júlíusson, sjúkraþjálfari er Bjartmar Birnir og liðsstjóri er Valdimar Hafsteinsson.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is