Frábær árangur yngriflokkanna

Blak
Frábær árangur yngriflokkanna
Það tekur í að ferðast með rútu í 6 klst. en þessir krakkar eru til í að leggja það á sig - Áfram KA
Fyrstu yngriflokkamótin fóru fram um síðustu og þarsíðustu helgi á Neskaupstað. Skemmst er frá því að segja að KA liðin náðu einhverjum besta árangri sínum á þessum mótum fyrr og síðar.  Sérstaklega voru karlaliðin í 3. og 4. flokki sterk en þau töpuðu ekki hrinu á mótunum.

Eins og jafnan eru spiluð 2 Íslandsmót á hverjum vetri í blakinu í nóvember og apríl.  Samanlagður árangur beggja móta telur til Íslandsmeistaratitils.  Einnig er haldið stakt bikarmót í febrúar.

Fyrra mótið var fyrir 4. og 5 flokk og var haldið 7. og 8. nóv á Neskaupstað.  Eins og áður sagði unnu 4. fl. a-liða karla alla sína leiki og töpuðu ekki hringu.  4. fl. b-liða stóð sig einnig ágætlega fengu 5 stig og enduðu í 5 sæti þó aðeins einu stigi á eftir liðinu sem varð í öðru sæti en deildin var mjög jöfn.  KA var með tvö lið í 5. flokki sem reyndar áttu frekar erfitt uppdráttar á þessu móti - a-liðið lenti í 5 sæti í sinni deild en b-liðið í 11. sæti.

Seinna mótið var fyrir 2 og 3. flokk og fór einnig fram á Neskaupstað 14-15 nóv.  Á laugardaginn gerðist sá einstæði atburður að þau 4 lið sem KA sendi og spiluðu á annan tug leikja töpuðu ekki einum einasta leik.  Þriðji fl. karla hélt uppteknum hætti á sunnudaginn og tapaði ekki hrinu í mótinu en öll kvennaliðin okkar töpuðu einum leik og enduðu þannig öll í 2. sæti í sínum deildum - engu að síður frábær árangur og líklega jafnabest árangur sem KA hefur náð á yngriflokkamóti sem þessu.  Ekki má heldur gleyma því að það eru sömu stelpurnar sem spila í 3. fl. a og 2. fl. þannig að í raun var það afrek að tapa aðeins einum leik í hvorum flokki. 

Til hamingju krakkar :D.


Úrslit í 2. - 3.  fl. Neskaupstaður 14-15 nóvember 2009

3. Deild, 3. flokkur pilta
Sæti Leikir Stig Hrinur Stigaskor Hlutfall
KA 1 6 12
12 0
300 179
- 1.68
Stjarnan 2 6 10
10 2
281 165
5.00 1.70
Þróttur Nes 3 6 8
8 5
284 252
1.60 1.13
HK 4 6 6
6 7
256 262
0.86 0.98
Leiknir Fáskrúðsfirði b 5 6 4
4 11
265 341
0.36 0.78
Sindri b 6 6 3
3 9
233 305
0.33 0.76
Sindri b 1 7 6 2
2 11
199 314
0.18 0.63

1. Deild, 3. flokkur stúlkna
Sæti Leikir Stig Hrinur Stigaskor Hlutfall
Þróttur N.1 1 6 12
12 0
300 154
- 1.95
KA-a 2 6 10
10 2
284 200
5.00 1.42
Víkingur/Reynir 1 3 6 8
8 6
276 252
1.33 1.10
HK 4 6 7
7 7
269 296
1.00 0.91
Bjarmi rauður 5 6 5
5 9
254 297
0.56 0.86
Stjarnan 6 6 4
4 10
273 284
0.40 0.96
Þróttur Reykjavík 7 6 0
0 12
127 300
0.00 0.42

2. Deild, 3. flokkur stúlkna
Sæti Leikir Stig Hrinur Stigaskor Hlutfall
Þróttur N.3 1 6 11
11 2
315 229
5.50 1.38
KA-b 2 6 11
11 3
317 226
3.67 1.40
Þróttur N.2 3 6 10
10 3
312 214
3.33 1.46
Sindri b 4 6 6
6 7
254 247
0.86 1.03
Stjarnan 2 5 6 5
5 8
243 287
0.63 0.85
Leiknir Fáskrúðsfirði b 6 6 2
2 10
201 278
0.20 0.72
Þróttur Reykjavík B-lið 7 6 0
0 12
139 300
0.00 0.46


4. Deild, 2. flokkur stúlkna

Sæti Leikir Stig Hrinur Stigaskor Hlutfall
HK 1 3 9
9 0
232 168
- 1.38
KA a 2 3 6
6 4
245 220
1.50 1.11
Þróttur N 3 3 4
4 7
224 256
0.57 0.88
Stjarnan 4 3 1
1 9
180 237
0.11 0.76

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is