HK hafði betur gegn KA

Blak
HK hafði betur gegn KA
Úr leik KA og HK í kvöld. Myndina tók Harpa Ævarrs

HK og KA léku í undanúrslitum til Íslandsmeistaratitils. Fyrri leikur liðanna fór fram í Fagralundi á miðvikudaginn. Það var hörkuleikur eins og oftast er á milli þessara tveggja liða. KA menn unnu fyrstu hrinuna 27-25 en HK þá næstu 25-19. Þriðja hrinan endaði í höndum HK 25-21 en KA bætti um betur og tryggði sér odd í fjórðu hrinunni 25-23. HK vann svo oddinn 15-10. Í liði KA var Ævarr Freyr Birgisson stigahæstur með 19 stig en Hilmar Sigurjónsson skoraði 12 stig. Theódór Óskar Þorvaldsson var stigahæstur HK með 17 stig en þeir Fannar Grétarsson og Brynjar Pétursson skoruðu 12 stig fyrir HK. 

Seinni leikur liðanna fór fram í KA-heimilinu í kvöld. HK sigraði 3-0 (25-15, 25-18, 25-20) og eru þar með komnir í úrslit. Stigahæstir í liði KA voru Filip Szewczyk með 10 stig og Hristiyan Dimitrov með 8 stig, stig vegna mistaka andstæðinga 17. Í liði HK var Fannar Grétarsson stigahæstur með 11 stig og Theódór Óskar með 8 stig, stig vegna mistaka andstæðinga 29. 

KA menn komust aldrei almennilega á skrið og söknuðu Piotr Kempisty sem hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og fór útaf í miðjum fyrri leik liðanna og spilaði ekkert með í kvöld.

 

 

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is