Viđburđur

Blak - 08:00

HK-KA í Digranesi um helgina

Karlalið KA fer suður í dag til að keppa sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu á þessari leiktíð. KA teflir fram að mestu sama mannskap og í fyrra en þó verður Davíð Búi Halldórsson ekki með fyrsta kastið en hann mun koma inn í liðið þegar líður á tímabilið. KA menn hafa þó fengið nokkra nýja leikmenn í sínar raðir þar á meðal einn útlending.

Sá er þýskur og heitir Ulrich Frank Wohlrab og er 21 árs gamall. Ulrich hefur mest spilað strandblak í heimalandi sínu en hefur ágæta tækni og er mjög hávaxin eða 201 cm að hæð.

Einning hafa bæst í hópinn ungir og efnilegir leikmenn. Þar má telja Daniel Sveinsson frá Húsavík sem er sonur Sveins Hreinssonar og Bjargar Björnsdóttur. Sveinn og Björg gerðu bæði garðinn frægan með Þrótti Reykjavík á árum áður og einnig með landsliði Íslands. Daniel á því ekki langt að sækja blakhæfileikana. Daniel er 18 ára og stundar nám á Akureyri.

Sigurbjörn Friðgeirsson hefur einnig bæst í hópinn en Sigurbjörn er ættaður úr Kelduhverfi og hefur spilað blak með UNÞ og 2. fl. KA.

Að lokum hafa tveir ungir KA menn verið teknir inn í meistaraflokk. En það eru Arnar Páll Sigurðsson, sonur KA mannanna Sigurðar Arnars Ólafssonar og Heiðu Einarsdóttur og Kristján Bjarni Kristjánsson sonur Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfdóttur.

Það verður spennadi að sjá hvernig KA menn standa sig í sínum fyrsta leik en frískir HK menn stóðu í Íslandsmeisturum Stjörnunnar nú í vikunni, töpuðu 1-3 í hörkuleik.

Leikirnir fara fram í Digranesi í föstudag kl. 20.00 og á laugardag kl. 14:00.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is