Ísland sigraði Skota 3-2

Blak
Ísland sigraði Skota 3-2
Valþór og Ævarr ánægðir með íslenskan sigur

Nú um helgina fer fram undankeppni karla í HM/EM smáþjóða. Í íslenska liðinu eru tveir KA-menn þeir Valþór Ingi Karlsson og Ævarr Freyr Birgisson. Fyrsti leikur liðsins fór fram í kvöld og mættu þeir Skotum í hörkuleik sem lauk með íslenskum 3 - 2 sigri. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og kláraði fyrstu hrinu 25-21. Skotarnir tóku hrinu tvö nokkuð auðveldlega 25-15. Þriðja hrina var jöfn framan af en íslenska liðið seig svo framúr og tók hrinuna 25-18. Mikil spenna var í fjórðu hrinunni og náðu okkar menn forystunni en Skotar tóku góðan endasprett og tóku hrinuna 25-23. Skotar byrjuðu betur í fimmtu og síðustu hrinunni og voru yfir framan af eða þar til okkar menn jöfnuðu í 10-10 og náðu svo yfirhöndinni og kláruðu hrinuna 15-13. Þeir Valþór og Ævarr voru báðir í byrjunarliðinu og stóðu sig vel í leiknum. 

Næsti leikur er á morgun, laugardag, kl. 18:00 við Kýpur og svo er þriðji og síðasti leikurinn á sunnudaginn kl. 18:00 við Andorra. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni og hvetjum við alla til að mæta og hvetja strákana. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is