Íþróttafréttir í dagblöðum - BS ritgerð - Anna Guðrún Steinarsdóttir

Blak
Hér að neðan er vísun í mjög áhugaverða ritgerð um íþróttafréttir í dagblöðum sem Anna Guðrún Steinarsdóttir vann sem BS ritgerð í Kennaraháskóla Íslands og gaf út í apríl 2007. Ritgerðin er mjög áhugaverð en þar kemur skýrt fram hversu gríðarlegt misvægi milli íþrótta er í umfjöllun dagblaðanna Morgunblaðsins og Fréttablaðsins þar sem fjórar íþróttagreinar: knattspyrna (53%), handknattleikur (27%), Körfuknattleikur (8%), og golf (5%) eru samanlagt með 93% af íþróttaumfjöllun blaðanna. Aðrar greinar eru allar um og undir 1% í umfjöllun blaðanna og blakið er með aðeins 0,29% umfjöllun. Einnig kemur berlega fram í ritgerðinni að þessi skipting er í miklu ósamræmi iðkendafjölda félaganna á Íslandi. Þar trónir handboltinn á toppnum með fjórfalda umfjöllun miðað við iðkendafjölda og knattspyrna með þrefalda umfjöllun.

Við viljum lýsa ánægju okkar með hið þarfa framtak Önnu Guðrúnar Steinardóttur að draga fram þessar staðreyndir um íþróttaumfjöllun dagblaðanna og það er ljóst að blakmenn þurfa að vinna markmisst að því að fá aukna íþróttaumfjöllum í dagblöðum.  Eins og áður hefur komi fram hér á síðunni gerir þessi einsleita umfjöllun  yngriflokkastarf og heilbrigða uppbyggingu fjölbreytts íþróttalífs í landinu afar erfiða enda er börnum og unglingum talið trú um að það séu ekki nema kannski 3-4 íþróttagreinar sem vert sé að stunda. Afleiðingar þessa erum m.a. gríðarmikið brottfall unglinga úr íþróttum - sérstaklega á aldrinum 14-18 ára - sem er einmitt aldurinn þegar unglingar fara að spá meira í fjölmiðla og umheiminn. Af hverju að vera æfa íþrótt sem er einskis metin ???

Ritgerðna má finna í heild hér undir þessum hlekk: Grein Önnu


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is