Jóna og Mateusz best á lokahófi blakdeildar

Blak

Blakdeild KA gerđi upp frábćrt tímabil sitt međ glćsilegu lokahófi í gćr en bćđi karla- og kvennaliđ KA lönduđu sjálfum Íslandsmeistaratitlinum í vikunni en stelpurnar urđu einnig Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og Meistarar Meistaranna í vetur.

Jóna Margrét Arnarsdóttir og Mateusz Jeleniewski voru valin bestu leikmenn liđanna og eru ţau bćđi ansi vel ađ ţeim heiđri komin. Jóna sem spilar sem uppspilari var algjörlega frábćr í vetur og Mateusz batt saman karlaliđin međ innkomu sinni í stöđu frelsingja.

Gísli Marteinn Baldvinsson og Heiđa Elísabet Gunnarsdóttir fengu verđlaun fyrir mestu framfarir í vetur en Gísli hóf ađ leika sem miđja í vetur ţar sem hann sprakk út og átti flestar blokkir í úrvalsdeildinni. Heiđa sem gekk í rađir KA fyrir tímabiliđ var stórkostleg á kantinum og var međal stigahćstu leikmanna deildarinnar.

Bestu liđsfélagarnir voru valin ţau Magnus Rosazza og Gígja Guđnadóttir en bćđi eru ţau afar vel ađ ţeim heiđri komin enda miklir liđsmenn og gefa sig öll fyrir liđsheildina. Bćđi eiga ţau sameiginlegt ađ vera afar jákvćđ og drífandi og afar mikilvćg í ađ skapa alvöru liđsheild.

Ađ lokum fengu ţćr Jóna Margrét og Gígja glćsilega KA keppnistreyju merkta međ nafni ađ gjöf en báđar munu ţćr reyna fyrir sér erlendis á nćstu leiktíđ. Ţađ verđur afar spennandi ađ fylgjast međ ţessum frábćru leikmönnum á nýjum vettvangi en á sama tíma ljóst ađ skarđ ţeirra verđur erfitt ađ fylla.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is