KA vann fyrsta leikinn gegn HK

Blak
KA vann fyrsta leikinn gegn HK
Hvor er hvor?
Fyrsti leikurinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn fór fram í kvöld í KA-heimilinu. KA lagði þá HK í mjög jöfnum og spennandi leik. Fór leikurinn reyndar 3-0 en KA-menn voru stálheppnir að vinna fyrstu hrinuna. Næsti leikur liðanna verður á laugardag í Digranesi og hefst hann kl 15:30. Er ástæða til að hvetja alla blakunnendur til að hópast á leikinn til að hvetja sín lið. Með sigri á laugardag verður KA Íslandsmeistari. Ef HK vinnur þá mun leikinn oddaleikur í KA-heimilinu á mánudag kl 19:30.

 

KA-HK  3-0  (28-26, 25-21, 25-20)

Leikurinn sem boðið var uppá var mjög spennandi og vel leikinn. Fjölmargir áhorfendur voru mættir og var góð stemning þeirra á meðal. KA-menn virtust vel gíraðir í leikinn og byrjuðu af krafti. Gestirnir úr Kópavoginum sýndu hins vegar að þeir eru engir aukvisar og svöruðu um hæl með góðum leik. Hávörn þeirra og eitraðar uppgjafir virtust ætla að skila þeim sigri í hrinunni. Móttakan hjá KA var óvenju slöpp og einhver titringur í mönnum. HK-menn leiddu 17-20 og 20-23 og voru á góðu skriði. KA-menn gerðu þá nokkuð sem þeir hafa lítið sýnt á síðustu 10-15 árum og má segja að þeir hafi skilið áhorfendur eftir gapandi af undrun. Jú, þeir fóru að fleygja sér á eftir hálf vonlausum boltum (a.la. Kalli Matti) og í tvígang sýndi Hilmar Superman-takta og reddaði boltum sem á endanum skiluðu stigi. KA-jafnaði 23-23 en HK komst í 23-24, 24-25 og 25-26. Spennan var svakaleg og blakið sem boðið var upp á á lokaspretti hrinunnar var frábært. KA skoraði þrjú síðustu stigin, öll eftir mikla baráttu og það síðasta með sturtublokk. Gátu menn hrósað happi með sigurinn en klárt er að þar skipti varnarleikurinn höfuðmáli.

Næsta hrina var nokkuð jöfn allt til loka en KA var alltaf örlítið á undan. Áfram var spilað af krafti með bæði lið í hörkustuði. Sjá mátti tölur eins og 13-9, 15-14, 18-17 og 21-19. KA átti góðan sprett í lokin og aftur kláruðu þeir með góðri blokk og hrinan endaði 25-21.

Lokahrinan var í höndum KA allt frá upphafi. HK-liðið virtist slegið út af laginu og gerði fullmörg mistök. KA náði þægilegri forustu 19-9. Eitthvað kæruleysi fór þá að grípa um sig og HK saxaði á forskotið. KA gerði þó nóg til að vinna og önduðu flestir áhorfendur léttar þegar síðasta stigið datt inn. Fór lokahrinan 25-20.

KA var að sýna ágætan leik í kvöld. Liðið sýndi á sér margar óvenjulegar hliðar. Varnarleikurinn og baráttan í gólfinu voru helstu ánægjuefnin en móttakan, sem yfirleitt er sterkasti þátturinn í leik liðsins, var alls ekki nógu góð. Sóknarleikurinn var brokkgengur en menn héldu áfram að berja þótt blokk HK væri ill viðureignar. Liðið verður að halda sömu baráttu áfram því án hennar hefði getað farið illa í kvöld.

Maður leiksins: Hilmar Júgówitz. Hirti jafn marga bolta upp úr gólfinu í þessum leik og í öllum leikjum sínum fyrir KA til þessa.

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Piotr

21

18-2-1

1-10-0

10-1-3

18-9-8

2-1-0

8

Hilmar

13

12-1-0

0-6-3

0-0-0

12-7-4

1-1-0

11

Davíð Búi

9

8-1-0

0-9-3

16-1-1

8-7-4

1-4-0

7

Filip

8

4-2-2

2-11-2

0-0-0

4-7-0

2-1-0

2

Valur

6

6-0-0

0-11-0

0-0-0

6-4-2

0-4-0

3

Daníel

1

1-0-0

0-1-1

0-0-0

1-0-0

0-0-0

1

Kristján

1

1-0-0

0-10-0

0-0-0

1-3-1

0-2-0

2

Fannar

0

0-0-0

0-1-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

Árni

 0

 0-0-0

 0-0-0

 12-6-3

 0-0-0

 0-0-0

9


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is