Tveir góðir sigrar í blakinu

Blak
Tveir góðir sigrar í blakinu
Kvennalið KA eftir sætan sigur

Blaklið KA voru í eldlínunni í dag og unnu bæði mjög sterka sigra. Strákarnir fengu Stjörnuna í heimsókn og unnu 3-1 í mjög jöfnum og spennandi leik. Strax á eftir spiluðu stelpurnar við Þrótt frá Neskaupsstað og eftir frábæran leik urðu þær ofan á í 3-2 sigri. Liðin eru nú bæði á toppnum og virðist ekkert lát á sigurgöngu kvennaliðsins. Stelpurnar eru enn ósigraðar og ljóst er að spennandi vetur er að fara í hönd hjá KA.

 

KA-Stjarnan   3-1       (23-25, 25-22, 25-20, 27-25)

 

KA átti í nokkrum erfiðleikum í fyrstu hrinunni og var ekki að skila nógu góðum sóknum þrátt fyrir fína móttöku. Stjarnan virtist alltaf líklegri en KA tók loks upp baráttuhanskann víðfræga á lokasprettinum. Var það fullseint og tapaðist því fjórða hrinan í KA-heimilinu í röð 23-25.

KA byrjaði næstu hrinu nokkuð vel. Miðjuspilið fór loks í gang og blokkin einnig. Stjarnan hékk nú eitthvað í gula hernum þrátt fyrir að leikmenn þar á bæ væru að geramistök. KA gaf þeim nefnilega fullt af stigum með sínum misheppnuðu uppjöfum sem urðu alls sjö, flestar í upphafi hrinunnar. Svo urðu vatnaskil þegar Stjörnumenn urðu alveg dýrvitlausir eftir endurteknar kvartanir KA um ranga uppstillingu gestanna. Þetta truflaði einbeitingu þeirra eitthvað svo KA komst í góða stöðu, 19-13. Hrinan var samt ekki komin í höfn fyrr en eftir töluverðan titring og Stjarnan nálgaðist KA ískyggilega. Hilmar var sem betur fer að skila sínum sóknum í gólfið og gat því Filip spilað upp á hann þegar á þurfti að halda. Hrinan endaði 25-22, einmitt eftir sókn frá þeim félögunum.

KA vann svo þriðju hrinuna nokkuð örugglega eftir smá ströggl í upphafi hennar. Þá hreinlega lokuðu Stjörnumenn blokkinni hjá sér og KA komst ekkert áleiðis. Þetta gekk þó ekki lengi og KA tók völdin í seinni hluta hrinunnar. Daníel og Jóhann voru að skila sínum boltum í gegn og Valli fékk stig eftir smass. Sóknin komst sem sagt aftur á flug en einnig skipti miklu að uppgjafir voru beittari en áður. Endaði hrinan 25-20.

Síðasta hrinan var stál í stál. Í henni var Stjarnan alltaf hænufeti á undan en KA náði loks forustu undir lokin. Í stöðunni 24-22 fór uppgjöf í vaskinn og næsta uppgjöf fór sömu leið. KA-maður fór svo í netið og staðan var orðin 25-25. Góðar sóknir frá Piotr skiluðu svo tveimur seinustu stigunum og þar með var sigur í höfn.

Kostulegt atvik kom upp í hrinunni sem vert er að minnast á. Húsvíkingurinn Bjarki Sveinsson  kom inn af bekknum til að taka uppgjöf. Á meðan Bjarki var að undirbúa uppgjöfina stóð Marek á hliðarlínunni og var að leiðbeina nýliðanum með hrópum og köllum. Það er líklega ekki það besta fyrir taugarnar en Bjarki sló samt þennan fína bolta yfir netið. Að vísu lenti hann rétt utan vallar. Dómarinn dæmdi KA boltann en leiðrétti sig skömmu síðar. Bjarki var þá kominn í sendireitinn með nýjan bolta og beið eftir flauti frá dómaranum. Í hinum sendireitnum var Stjörnumaður sem beið þess sama. KA-strákarnir rétt náðu að skipa Bjarka að koma sér inn á völlinn áður en Stjarnan gaf upp. Að vísu hélt Bjarki enn á boltanum og vissi ekkert hvað var að gerast. Stjörnumaðurinn sló boltann rakleitt í netið og gaf KA þar með stig. Ótrúleg uppákoma sem KA-menn komust upp með í þetta skiptið.

Sigurinn var kærkominn eftir fáránlega sneypu síðustu helgar. Það sem helst gladdi augað var flott móttaka hjá Árna og Piotr ásamt góðri sóknarnýtingu hjá Ólafsvíkingunum hennar Lilju. Piotr skilaði náttúrulega sínum sóknum og var afar drjúgur í lokahrinunni. Helsti ágallinn var slök blokk og svo fóru fullmargar uppgjafir í súginn.

Stig KA og tölfræði úr leiknum:

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Piotr

27

17-5-5

5-11-6

28-2-4

17-12-4

5-0-1

6

Hilmar

21

20-0-1

1-6-6

0-0-0

20-4-3

0-0-0

8

Jóhann

9

9-0-0

0-8-4

3-4-0

9-2-2

0-0-0

2

Daníel

6

4-1-1

1-9-1

0-0-0

4-3-1

1-1-0

1

Filip

4

2-1-1

1-14-3

0-0-0

2-2-0

1-0-1

3

Valli

4

3-1-0

0-14-2

3-2-3

3-4-4

1-1-0

2

Árni

0

0-0-0

0-0-0

18-4-0

0-0-0

0-0-0

9

Arnar Páll

0

0-0-0

0-2-1

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

Fannar

0

0-0-0

0-2-0

0-0-1

0-0-0

0-0-0

0

Sibbi

0

0-0-0

0-1-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

Bjarki

0

0-0-0

0-0-1

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

 

KA-Þróttur N  3-2      (22-25, 25-23, 16-25, 25-21, 15-9)

 

Leikurinn var alveg magnaður, hnífjafn og spennandi. Þróttur tók fyrstu hrinuna á fínni vörn aftur á vellinum. Sóknir KA voru ekki nógu beittar og því hirti vörn gestanna upp allt of marga bolta. Í annari hrinunni voru töluverðar sveiflur. Í seinni hluta hrinunnar mátti sjá þessar tölur: 16-14, 16-18, 21-19, 22-23. KA jafnaði svo leikinn áður en Una kláraði hrinuna með tveimur ásum.

Eitthvað virtust stelpurnar vera dasaðar í þriðju hrinunni því lítið gekk hjá þeim blessuðum. Móttakan var nánast út um allt en þegar hún náðist góð kom ansi oft misheppnað smass. Eitthvað vantaði og Marek brá á það ráð að skipta ferskum stelpum inn á til að hrista upp í hlutunum. Endaði hrinan 16-25.

KA-stelpurnar mættu ákveðnar í fjórðu hrinuna og náðu fljótt góðu forskoti 13-8. Þróttur beit frá sér og jafnaði 15-15. Þá komst KA aftur á flug með Huldu Elmu fremsta í flokki en hún fór hreinlega hamförum og gerði út um hrinuna með hverju smassinu á fætur öðru.

Úrslitahrinan var jöfn í byrjun en svo fóru stelpurnar að síga fram úr. Þróttur gerði ansi mörg mistök á meðan vélin hjá KA mallaði á góðum snúning. Í lokin gátu stelpurnar fagnað sætum sigri, þeim fjórða í deildinni og eru þær því enn taplausar á toppnum.

Hulda Elma var í miklu stuði allan leikinn og smellti hverjum boltanum á fætur öðrum beint í gólf. Í annari og þriðju hrinu skilaði hún t.a.m. átta boltum í röð í gólfið hjá Þrótti. Birna og Una fóru að ná saman þegar á leið og verða sjálfsagt skæðar í vetur með betri samæfingu. Annars var Birna alveg frábær í leiknum jafnt í sókn sem vörn. Yngri stelpurnar stóðu allar fyrir sínu og fara sjálfsagt að skila fleiri sóknum í gegn með tímanum.

 

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Auður

27

21-2-4

4-13-6

0-0-0

21-25-9

2-0-0

5

Hulda Elma

24

20-2-2

2-13-3

8-7-3

20-13-3

2-2-0

9

Birna

13

9-3-1

1-14-1

15-6-2

9-11-3

3-4-0

15

Una

7

4-0-3

3-5-6

0-0-1

4-4-1

0-6-0

7

Guðrún

5

4-1-0

0-16-0

14-13-2

4-25-3

1-1-0

6

Harpa

0

0-0-0

0-13-2

3-2-3

0-5-0

0-7-1

2

Sesselja

0

0-0-0

0-0-0

5-9-4

0-0-0

0-0-0

4

Ísey

0

0-0-0

0-1-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

Alda

0

0-0-0

0-1-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

1

Dýrleif

0

0-0-0

0-1-0

0-0-1

0-0-0

0-0-0

0


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is