KA menn röðuðu inn verðlaunum á lokahófi BLÍ

Blak
KA menn röðuðu inn verðlaunum á lokahófi BLÍ
Verðlaunahafar karla á uppskeruhátíð BLÍ
Það er greinilegt að KA menn eiga öflugt lið í blakinu þessa dagana. Alla vega fóru þeir hlaðnir verðlaunum af lokahófi Blaksambandsins sem fram fór á laugardagskvöldið var.
Valdir voru bestu leikmenn og efnilegustu leikmenn í karla og kvennaflokki  Einnig var valinn besti: frelsinginn, móttökumaðurinn, uppspilarinn og að lokum þjálfari ársins og  dómari ársins. Þessi verðlaun eru valin af leikmönnum sjálfum með kjörseðlum.
Í þessu kjöri var Árni Björnsson var valinn efnilegasti leikmaður karladeildarinnar og besti frelsinginn. Filip Szewczyk var útnefndur besti uppspilarinnn deildarinnar.
  
Einnig var valið lið ársins sem er valið með blöndu af áðurlýstu kjöri og stigaskori úr leikjum vetrarins.
KA maðurinn Piotr Kempisty var stigahæstur í uppgjöf með 44 stig og Kristján Valdimarsson var stigahæstur í hávörn með 35 stig. Alls fengu því KA mann 5 verðlaun á lokahófinu sem er frábær árangur.
Af öðrum verðlaunum er það að segja að Masayuki Takahashi hjá Þrótti Reykjavík var valinn bestur í 1. deild karla og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes var valin best í 1. deild kvenna. Theódóra Th. Þórarinsdóttir var valin efnilegust í 1. deild kvenna. 

Hér má sjá lið ársins í karla og kvennaflokki:

Lið ársins í 1. deild karla
Stigahæstur í uppgjöf: Piotr Kempisty, KA með 44 stig.
Uppspilari ársins: Filip Szewzcyk, KA
Stigahæstur í hávörn: Kristján Valdimarsson, KA með 35 stig.
Stigahæstur í sókn: Masayuki Takahashi, Þrótti Reykjavík með 260 stig.
Bestur í móttöku: Zdravko Demirev, ÍS
Besti frelsinginn: Árni Björnsson, KA
Þjálfari ársins: Michael Overhage, Þrótti Reykjavík

Stigahæsti leikmaður samtalsvar Masayuki Takahashi, Þrótti R. með 329 stig, í öðru sæti var Piotr Kempisty, KA með 275 stig og í þriðja Wojtek Bachorski, Stjörnunni með 197 stig.

Lið ársins í 1. deild kvenna
Stigahæst í uppgjöf: Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes með 30 stig.
Uppspilari ársins: Kristín Salín Þórhallsdóttir, Þrótti Nes
Stigahæst í hávörn: Erla Rán Eiríksdóttir, Þrótti Nes með 32 stig.
Stigahæsti sóknarmaður: Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes með 131 stig.
Best í móttöku: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þrótti Nes
Besti frelsinginn: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þrótti Nes
Þjálfari ársins: Apostol Apostolov, Þrótti Nes.

Stigahæsti leikmaður samtals var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 174 stig. Í öðru sæti var Laufey Björk Sigmundsdóttir, HK með 143 stig og í því þriðja Lilja Jónsdóttir Þrótti Reykjavík með 115 stig. 

Besti dómari tímabilsins: Sævar Már Guðmundsson


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is