KA vann HK 3-1

Blak
KA vann HK 3-1 (25-14) (25-21) (21-25) (25-22) í gær í 1. deild karla. Hið unga lið HK beit frá sér í þriðju hrinu og sýndi ágætan leik á kölfum. Davíð Búi Halldórsson spilaði fyrsta leik sinn með KA á þessu timabili og átti góðan leik.

KA liði byrjaði leikinn af krafti og hinir ungu leikmenn HK áttu fá svör við sóknum KA manna og KA vann hrinuna örugglega 25-14. HK men komu sterkari til leiks í annarri hrinu og voru flestar tölur jafnar fram í lok hrinunnar en KA kláraði nokkuð örugglega 25-21. Marek þjálfari KA gerði ýmsar breytingar á liði KA í hrinunni og m.a. kom Sigurbjörn Friðgeirsson inn í uppspilið hluta hrinunnar og stóð sig ágætlega.  KA menn leiddu þriðju hrinuna lengst af en HK menn voru aldrei langt undan. Mikið bar á mistökum í leik KA m.a. uppgjafamistökum og átti Piotr Kempisty t.d. í mesta basli með að koma sínum uppgjöfum í leik fyrstu 3 hrinur leiksins. HK menn komust inn í leikinn og með góðri baráttu í sókn og vörn unnu þeir hrinuna 25-21.  Fjórða hrinan var jöfn og HK leiddi t.d. 22-21 en þá náðu KA menn góðri einbeitingu í leik sinn og tóku 4 síðustu stigin og þar af voru 3 glæsilegar blokkir. 

Sigur KA var kannksi aldrei í mikilli hættu þrátt fyrir nokkuð jafnan leik en HK menn sýndu að þeir eru að verða skeinuhættir þegar þeir ná sér á strik. Of mikið bar á mistökum hjá KA og það þurfa þeir klárlega að laga fyrir bikarslaginnn um næstu helgi.

Stigahæstu menn hjá KA voru Hafsteinn Valdimarsson með 12 stig sem átti frábæran leik í sókinni og Piotr Kembistin einnig með 12 stig. Einnig átti Valgeir Valgeirsson mjög góðan leik og skorðaði 9 stig þar af 6 í með hávörn.  Hjá HK voru Brynjar Pétursson og Ólafur Arason stigahæstir báðir með 11 stig.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is