KA vann sigur á haustmóti BLÍ um helgina

Blak
Haustmót BLÍ var haldið um helgina í Fagralundi í Kópavogi hjá HK. Mótið var hið glæsilegasta og var spilað í tveimur deildum í kvennaflokki og einni deild í karlaflokki. Alls tóku 26 lið þátt í mótinu.  Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og vann karladeild mótsins.  Kvennalið KA hafnaði í 3 sæti í 2. deild mótsins.

Karlaliðið KA stóð sig vel á mótinu þrátt fyrir nokkrar breytingar á liðinu frá því í fyrra en tviburarnir öflugu Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir hafa yfirgefið liðið og spila í vetur með danska liðinu Aalborg HIK.  Á móti kemur að KA liðið hefur fengið nýjan ungan og mjög efnilegan leikmann í sínar raðir. Sá heitir Jóhann Eiríksson og kemur frá Ólafsvík og er bróðir Hilmars Sigurjónssonar sem hefur verið einn af burðarásum KA liðsins síðustu 4 árin.  Von er á fleiri ungum og efnilegum leikmönnum til KA en meira um það síðar.

KA liðið vann alla sína leiki á mótinu 2-0 og var það helst lið Stjörnunnar sem stríddi liðinu.  Liðin í Reykjavík virðast töluvert breytt frá síðasta ári og bæði Stjarnan og Þróttur Reykjavík hafa misst sterka leikmenn. 

1. deild karla        
           
Laugardagur 26. september 2009  
           
Tími Deild Lið A Lið B Úrslit Hrinur
16:15 1. Kk KA Afturelding 2-0 25-13,  25-16
17:45 1. Kk HK -MFl.KK KA 0-2 21-25, 22-25
18:30 1. Kk KA Stjarnan 2-0 25-23, 25-23
20:00 1. Kk Þróttur R KA 2-0 19-25, 19-25

 

Kvennalið KA mun í vetur spila í 1. deild eftir tveggja ára veru í 2. deild.  Liðið spilaði þó í 2. deild á haustmótinu þar sem nokkrir af eldri leikmönnum liðsins áttu ekki heimangengt. Liðinu gekk ljómandi vel og vann alla sína leiki utan einn - fyrsta leikinn við Álftanes sem tapaðist 2-0  

2. deild kvenna          
Laugardagur 26. september 2009
             
Tími Deild Lið A Lið B Úrslit    
09:30 2. Kvk KA Álftanes A 0-2 19-21, 18-21  
11:00 2. Kvk umfg KA 1-2 21-16, 12-21, 8-21  
13:15 2. Kvk KA KMK 2-0 21-13, 21-12  
14:45 2. Kvk KA HK utd. 2-0 21-19, 21-15  
15:30 2. Kvk ÍK B KA 1-2 13-21, 22-20, 12-15

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is