KA vann Stjörnuna 3-2 í hörkuleik

Blak

Karlalið KA vann Stjörnuna 3-2 í hörku tveggja tíma leik í KA heimilinu í dag.  Stigahæsti maður KA var Piotr Kempisty með 32 stig en Hilmar Sigurjónsson skoraði 18 stig.

KA-Stjarnan   3-2       (25-18, 23-25, 25-21, 16-25, 15-11)

KA menn ætla að fá sem mest út úr Íslandsmótinu í ár því þeir bjóða upp á hvern maraþonleikinn á fætur öðrum. Áhorfendur eru því ekki sviknir og nú þegar tónlistarstjóri leikjanna er hættur að spila upptökur af hrærivéla- og þvottavélahljóðum þá getur maður ekki beðið um meira.
Fyrsta hrinan var í járnum lengst af en KA seig framúr með öruggri sókn þar sem Hilmar og Piotr skiluðu flestum boltum beint í gólf. Vannst hún að lokum nokkuð örugglega 25-18.
Í annari hrinunni byrjaði KA ekki nógu vel og liðið var alltaf aðeins á eftir Stjörnunni. Dómararnir buðu upp á smá grínþátt um miðja hrinuna og virtist það kveikja í Srjörnustrákunum. Í stöðunni 14-16 fór allt í baklás hjá KA og móttakan var eins og í hefðbundnum leikfimitíma þar sem boltinn dettur ógjarnan beint í gólf. Breyttu Stjörnumenn stöðunni í 14-22 og hrinan virtist töpuð. KA komst þó aftur á skrið og saxaði á forskotið. Guli herinn kom sér í 23-24 eftir að Jóhann var búinn að taka þrjár uppgjafir í röð. Sú fjórða fór hins vegar hárfínt útaf og Stjarnan hrósaði happi og sigri í hrinunni 23-25.
Þriðja hrinan var alveg ótrúlega löng og vel spennandi. KA virtist ætla að sigla henni nokkuð örugglega í land með Daníel fremstan í flokki. Hann kom ískaldur inn í hrinuna og tók fljótlega til sinna ráða. Drengurinn fór hreinlega á kostum í miðjublokkinni og minnti hressilega á að hann er sonur pabba síns. Staðan var 11-6 en þá komu nokkrar lélegar sóknir og á einu augabragði gat að líta 15-16 á stigatöflunni.  Hilmar sá til þess að KA seig framúr á ný og var þetta hrinan hans. Hann skilaði sínum sóknum og KA vann að lokum 25-21.
Fjórða hrinan var fáránlega leikin að hálfu KA og má sæta furðu að lið í toppbaráttu geti leyft sér það sem KA menn sýndu í henni. Allt byrjaði þetta reyndar vel því KA komst í 5-0 og 6-1. Þá gerði liðið afdrifarík mistök þegar frelsinginn fór ekki útaf fyrr en of seint og Stjarnan fékk boltann. Staðan breyttist snarlega í 7-8 og 8-12 og virtust menn bara farnir í fýlu og hreinlega hættir. Einmitt þarna tóku dómararnir annan grínþátt og Stjörnumenn fóru í gang með það sama. Kannski ætti að banna dómurum að hafa húmor fyrir sjálfum sér svo KA liðið fari ekki út af sporinu. Stjarnan tók hrinunna létt 16-25 og því þurfti odd til að fá sigurvegara.
Oddurinn gæti alveg eins heitið Piotr því sá pólski hreinlega tók völdin í lokahrinunni og skellti sem óður væri. KA komst strax yfir og var 8-4 þegar skipt var um vallarhelming. Stjarnan minnkaði í 8-7 en þá komu tvær mikilvægar blokkir frá Val og Filip. Stjarnan minnkaði muninn á ný í 11-10 en Piotr skilaði rest og KA vann að lokum 15-11.

Stig KA og tölfræði úr leiknum:

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Piotr

32

30-0-2

2-8-6

15-5-1

30-11-10

0-0-1

5

Hilmar

18

18-0-0

0-7-4

2-1-0

18-8-10

0-3-0

5

Daníel

10

2-7-1

1-7-1

0-0-0

2-2-1

7-3-1

0

Valur

7

5-2-0

0-10-1

0-0-0

5-6-0

2-4-1

0

Jóhann

6

3-1-2

2-8-2

1-2-1

3-3-2

1-0-0

2

Filip

5

0-3-2

2-21-4

0-0-0

0-5-2

2-0-1

4

Kristján

1

1-0-0

0-9-0

2-4-0

1-2-2

0-0-0

2

Árni

0

0-0-0

0-0-0

38-10-2

0-0-0

0-0-0

6

Arnar Páll

0

0-0-0

0-3-1

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

Andri Már

0

0-0-0

0-1-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is