Karlalið KA áfram í Bikarkeppni BLÍ!

Blak
Karlalið KA áfram í Bikarkeppni BLÍ!
Tilefni til að fagna....

Síðari hluti undankeppninnar fyrir Bikarkeppni BLÍ fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Upphaflega átti keppnin að byrja í gær en veðurguðirnir þvældust fyrir liðunum á norðurleiðinni og þurfti því að fresta leikjum gærkvöldsins og voru þeir spilaðir snemma í morgun. Mikil barátta var í flestum leikjum enda sæti í bikarúrslitum í húfi. 

Í karlaflokki mættust KA, Þróttur Neskaupsstað og Þróttur Reykjavík. Fyrsti leikurinn var á milli KA og Þróttar Reykjavík og sigruðu KA-menn 2-0 (25-20, 25-21). Næst mættu KA-menn Þrótti Nes og sigruðu 2-1 (25-20, 23-25 og 15-11). Í síðasta karlaleiknum mættust svo Þróttarliðin og hafði Þróttur Reykjavík betur 2-0 (26-24, 25-10). Það eru því KA og Þróttur Reykjavík sem komust áfram í undanúrslit bikarsins í karlaflokki.  

Í kvennaflokki mættust KA, Stjarnan, Þróttur Neskaupsstað og Þróttur Reykjavík. Þróttur Nes sigraði alla sína leiki og tapaði aðeins einni hrinu á móti Stjörnunni (25-16, 21-25, 15-7). Hrinurnar á móti KA fóru 25-9, 25-18 og á móti Þrótti R 25-14, 25-8.

Þróttur Reykjavík sigraði svo KA 2-1 (21-25, 25-19, 15-12) og Stjörnuna 2-0 (25-23, 25-15). Í viðureign KA og Stjörnunnar hafði Stjarnan betur 2-0 (25-18, 25-16). Það eru því bæði Þróttarliðin sem komust áfram í bikarúrslitin í kvennaflokknum. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is