Viðburður

Blak - 19:30

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni í kvöld er liðið mætir Íslandsmeisturum síðasta árs Þrótti Reykjavík.  KA liðið hefur misst tvo sterka leikmenn frá síðasta tímabili, tvíburana Haftein og Kristján Valdimarssyni en teflir fram ungum og efnilegum leikmönnum í þeirra stað.

Lið Þróttar hefur misst marga af sínum lykilmönnum frá í fyrra þar á meðal þann leikmann sem ásamt Piotr Kemizti frá KA var kostinn besti leikmaður 1. deildar á síðasta ári, Masayuki Takahashi og aðal uppspilarara liðsins Val Guðjón Valsson. 

KA vann Þrótt á haustmótinu fyrir 2 vikum og verður spennandi að sjá hvort Þróttarar ná að svara fyrir þann ósigur í kvöld.  Þeir leikmenn sem komið hafa inn í kjarnahóp KA liðsins nú eru Daníel Sveinsson frá Húsavík og Jóhann Eiríksson frá Ólafsvík.  Báðir stunda nám í framhaldsskólunum á Akureyri og æfa á afreksbraut Blakdeildar KA.  Jóhann Eiríksson spilar sinn fyrsta leik með KA í kvöld og bjóðum við hann velkominn í KA og óskum við honum góðs gengis í leiknum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is