Kvennaliđ KA byrjar fyrstu deildina vel

Blak
Kvennalið KA byrjar vel keppni sína í efstu deild en liðið lagði lið Þróttar Reykjavík á föstudaginn 3-2 í tveggja tíma maraþon leik sem stóð vel fram yfir miðnættið en leik liðanna var frestað um einn og hálfan tíma vegna veðurs.

Ólíkt karlaliðinu þá byrjaði kvennalið KA fremur illa og virtist vera mikið taugaspenna í liðsmönnum enda um fyrsta leik liðsins að ræða í 1. deild í 2 ár.  Einnig voru þarna nokkrir leikmenn í raun að spila sinn fyrsta leik með meistaraflokkliði og því ekki óeðlilegt að nokkurt stress væri í mannskapnum.  Þróttur Reykjavík kláraði fyrstu hrinuna örugglega 25-15.  KA byrjaði betur í annarri hrinunni og skiptust liðin á að leiða leikinn en  Þróttarar voru þó yfir um miðja hrinuna 12-9.  KA stelpur unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn drifnar áfram af Unu Heimisdóttur uppspilara sem átti nokkrar góðar laumur í þessari hrinu.  Að lokum hafði KA sigur í hrinunni 25-23.  Liðin skiptust svo á að vinna næstu tvær hrinur 25-23, Þróttur þá þriðju en KA tók fjórðu hrinuna. Oddahrinan var hins vegar nokkuð örgg hjá KA sem leiddu allan tíman og þótt Þróttarar næðu sér í gang á kafla þá vann KA liðið hrinuna nokkuð örugglega 15-11.

 

 

 

KA liðið var í þessum leik drifið áfram Unu Heimisdóttur uppspilara enda er hún leikreyndust leikmanna KA.  Auður Anna Jónsdóttir stóð sig einnig mjög vel og skoraði 22 stig í leiknum. Einnig stóð Alda Arnarsdóttir sig frábærlega en hún er einungis 14 ára gömul, en Alda spilaði stöðu kannsmassara í leiknum og skoraði þó nokkur stig.  Harpa Björnsdóttir og Guðrún Jónsdóttir áttu líka fínan leik.  Tveir nýir leikmenn KA Ísey Hávarsdóttir sem kemur frá UMF Bjarma og Dýrleif Sigmarsdóttir sem er frá Þingeyri spiluðu til skiptis stöðu miðjuskóknarmanns og stóðu sig mjög vel miðað við reynslu leysi þeirra en þessi leikur var fyrsti leikur þeirra beggja í meistaraflokki.  Frábær byrjun hjá þessu unga liði KA og vonandi gefur þetta tóninn fyrir góðri innkomu þeirra í efstu deild.

 

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is