Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA

Blak
Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA
Mestu framfarir 2009. F.v. Arnar Páll Sigurđsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Auđur Anna Jónsdóttir og Alda Ólína Arnardóttir

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið í vikunni.  Sú hefð hefur skapast í blakinu að halda hófið í Kjarnaskógi og setja þar upp útiblaknet, spila blak og fara í leiki. Foreldrar fjölmenntu og tóku þátt í fjörinu og spiluðu ýmist með eða á móti sínum börnum.

Á eftir voru svo grillaðar pylsur ofan í mannskapinn. Allir krakkar í 5. 6. og 7. flokki fengu viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun.  Í eldri flokkunum voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir.  Eftirtaldir fengu verðlaun: í 4. flokki karla Gunnar Pálmi Hannesson, í 4. fl. kvenna Alda Ólína Arnarsdóttir, í 3. fl. karla Arnar Páll Sigurðsson, í 3. fl. kvenna Auður Anna Jónsdóttir, í 2. fl. karla Hafsteinn Valdimarsson og í 2. fl. kvenna Una Margrét Heimisdóttir.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is