Bikarúrslit: myndir og umfjöllun

Blak

Nokkrar myndir eru komnar frá bikarúrslitunum. Þær má sjá í myndasafni.  Hér má einnig lesa umfjöllum um leikina.

Bikarúrslit kvenna

KA-HK          1-3 (19-25, 25-19, 13-25, 16-25)

Stelpurnar voru greinilega nokkuð trekktar í byrjun og lentu strax í erfiðleikum. Uppgjafirnar voru góðar en annað gekk ekki sem skyldi. Auður byrjaði reyndar vel í sókninni en bæði Birna og Elma voru sigtaðar út og fengu sterka blokk á móti sér. Að auki var uppspilið ekki nógu gott þrátt fyrir ágætis móttöku. Stelpurnar voru alltaf skrefinu á eftir og náðu að minnka muninn í eitt stig, 16-17. HK tók þá öll völd og rúllaði hrinunni upp. Önnur hrinan var mjög góð hjá KA og þar var liðið að spila reglulega vel. Móttakan varð betri og uppspilið fínt. Elma var mjög atkvæðamikil og átti hún nánast hrinuna. KA var yfir alla hrinuna og vann hana örugglega. Þriðja hrinan var eign HK alveg frá byrjun. KA stelpurnar gerðu allt of mikið af mistökum og eini bjarti punktur hrinunnar var skemmtileg innkoma Íseyjar sem tók fimm uppgjafir í röð og náði einum ási. Lokahrinan byrjaði vel en allt í einu var staðan orðin 2-8 eftir frámunalega lélega móttöku KA. Á þessum kafla gekk allt upp hjá HK og dómarinn var þeim m.a.s. hliðhollur. Með Elmu fremsta í flokki fóru KA stelpurnar að bíta frá sér og smám saman minnkaði munurinn. Í stöðunni 14-15 var KA á góðu skriði en þá fékk HK í tvígang mikil heppnisstig þar sem boltinn lak af netbrúninni og í gólfið. KA komst aldrei í gang eftir það og HK landaði auðveldum sigri.

Stelpurnar stóðu sig vel í leiknum en reynsluleysi varð þeim líklega að falli. Allar áttu þær sína spretti en óstöðugleikinn var of mikill. Miklu munaði að hvorki Una né Birna komust almennilega í gang. Baráttan var alltaf til staðar og leikgleðin. Auðvitað var súrt að tapa leiknum en stelpurnar mega vel við una. Meðalaldur liðsins er rétt um 18 ár og því ætti framtíðin að vera björt. 

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Hulda Elma

19

17-1-1

1-9-1

11-4-2

17-18-5

1-2-0

6

Auður Anna

10

10-0-0

0-9-2

0-0-0

10-15-9

0-1-1

4

Birna

9

2-4-3

3-15-1

12-10-2

2-11-4

4-8-2

11

Eva

5

2-3-0

0-5-1

0-0-0

2-3-2

3-4-0

2

Guðrún

4

2-0-2

2-10-0

16-12-1

2-8-0

0-0-0

7

Una

3

2-1-0

0-5-3

0-0-0

2-9-1

1-0-0

9

Ísey

1

0-0-1

1-4-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0

Alda

0

0-0-0

0-1-1

1-1-0

0-0-0

0-0-0

0

Harpa

0

0-0-0

0-0-0

2-1-0

0-1-0

0-0-0

0

Sesselja

0

0-0-0

0-0-0

2-1-1

0-0-0

0-0-0

3


Bikarúrslit karla

KA-Stjarnan  3-2  (19-25, 25-8, 21-25, 25-11, 15-3)

Strákarnir náðu loks að tryggja sér Bikarmeistaratitilinn eftir átján ára eyðimerkurgöngu og nokkrar misheppnaðar atlögur. Fyrsta hrinan var alls ekki nógu góð hjá KA. Móttakan var reyndar nánast fullkomin og sóknarleikurinn hefði því átt að ganga. Hilmar var hins vegar ekki í sambandi og skilaði aðeins einu stigi úr tólf sóknum. Piotr hélt uppi merkinu nánast einn síns liðs og skilaði öllu í gólf. Hilmarshikstið og sex misheppnaðar uppgjafir urðu til þess að Stjarnan tók fyrstu hrinuna 19-25. Fyrirliðinn komst í gang í annarri hrinunni og Valur einnig og þá var ekki að sökum að spyrja. KA komst fljótt yfir og Stjarnan gaf bara hrinuna frá sér í stöðunni 16-7 og sendi varaliðið á vettvang. KA vann með fádæma yfirburðum 25-8 og virtist liðið komið á skrið. Þriðja hrinan var sú jafnasta í leiknum en í henni var KA yfir lengstum. Norðanmenn virtust hafa allt í hendi sér og héldu forystunni upp í 18-16 þrátt fyrir að vera að gera slatta af mistökum í sókninni. Þá kom arfaslakur kafli hjá KA þar sem allt fór í steik. Stjarnan skoraði fimm stig í röð og komst í 18-21. Skömmu síðar lenti Filip í smá óhappi og þurfti aðhlynningu. Leifur Harðarson, reyndasti dómari Íslandssögunnar vildi láta leikinn rúlla og gaf Filip gula spjaldið fyrir að vera með einhverja stæla. Var þá staðan orðin 19-23 og Stjarnan kláraði hrinuna 21-25.

Stjörnumenn voru nú komnir í góða stöðu en þeir vissu ekki hvað beið bak við hornið. Augljóst var að Filip var orðinn öskureiður og skömmu síðar kom annar dómur frá meistara Leifi sem kveikti heldur betur í Piotr. Þá hafði sá pólski nelgt boltann svo svakalega í gólfið að dómararnir sáu ekki baun. Það sauð á kappanum en Piotr sýndi stillingu og einbeitti sér að leiknum. Með Pólverjana í bardagaham átti Stjarnan engan séns og fljótlega í fjórðu hrinunni stakk KA af. Staðan fór úr 8-7 í 18-9. Kristján Valur kom inná um þetta leyti, byrjaði á ás og tók svo sjö eitraðar uppgjafir í viðbót sem tóku broddinn úr sókn Stjörnunnar. Stjarnan gaf frá sér hrinuna, sem endaði 25-11 og undirbjó sig í rólegheitum fyrir uppgjör í oddahrinunni. Þar héldu KA menn uppteknum hætti og Piotr byrjaði með þremur sturtublokkum og stórskellum. Kristján var að gefa upp og hélt áfram að stríða Stjörnumönnum. Hann tók sjö uppgjafir í röð og staðan var 8-3 þegar skipt var um völl. Stjarnan bara gat ekki neitt á lokakaflanum og gerði fullt af slæmum mistökum svo sigur KA varð auðveldari fyrir vikið 15-3.

Strákarnir voru dálítið brokkgengir í leiknum en þegar þeir náðu sér á flug þá átti Stjarnan engan séns. Fyrir okkur sem fylgdum liðinu í Höllina var sigurinn verulega sætur. Flestir voru á bandi Stjörnunnar og virtust allir blakarar á svæðinu styðja Stjörnuna. HK-strákarnir með Valla fremstan í flokki gerðu t.d. allt til að trufla einbeitingu KA-manna. Þeir létu sig hverfa fyrir leikslok, yfirgáfu húsið fyrir kl 18 svo þeir myndu ekki missa af Stundinni okkar. Ein HK-stelpan mælti þessi fleygu orð ,, Það eiga allir að hata KA, það er svo basic". En nóg um það. KA vann verðskuldað og nú þarf liðið að fara að einbeita sér að næsta verkefni.

Nafn

Stig

S-B-U

Uppgjöf

Móttaka

Sókn

Blokk

Vörn

Piotr

34

26-5-3

3-10-3

10-6-1

26-9-8

5-3-0

4

Hilmar

15

13-2-0

0-8-0

0-0-0

13-18-6

2-3-0

1

Filip

11

7-1-3

3-24-1

0-0-0

7-4-0

1-4-0

10

Valur

6

4-2-0

0-5-1

0-0-0

4-5-0

2-5-0

3

Davíð Búi

4

3-1-0

0-8-0

6-0-1

3-3-3

1-1-0

3

Jóhann

1

1-0-0

0-11-3

0-0-0

1-3-3

0-5-0

0

Kristján

1

0-0-1

1-14-0

0-0-0

0-0-0

0-0-0

2

Árni

0

0-0-0

0-0-0

15-12-1

0-0-0

0-0-0

7

 Arnar Páll

 0

 0-0-0

 0-1-0

 0-0-0

 0-0-0

 0-0-0

0

 Fannar

 0

 0-0-0

0-0-1

0-0-0

0-0-0

0-0-0

0


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is