Naumt tap hjá KA gegn Stjörnunni

Blak

KA og Stjarnan áttust við öðru sinni á þremur dögum í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Garðabæ í gær.  Eins og í fyrri leik liðanna var um hörku viðureig að ræða en nú snérstu úrslitn við og Stjörnumenn unnu leikinn 3-2 (25-16) (22-25) (25-17) (19-25) (15-8).

KA menn byrjuðu leikinn ágætlega en síðan fór mikið af uppgjöfum í súginn.  Það var eins og þeir væru ekki alveg komnir í gírinn og það vantaði aðeins upp á stemminguna í liðinu. Stjörnumenn gengu á lagið og unnu hrinuna örugglega 25-16.  KA byrjuðu aðra hrinuna vel og komu sterkir inn í leikinn.  Piotr Kempisty kom KA mönnum á bragðið með nokkrum firnasterkum stökkuppgjöfum.  Í stöðunni 21-21 komu tvær sterkar hávarnir frá Till og Kristjáni Valdimarsyni og Kristján kláraði síðan hrinuna með góðu miðjusmassi.  Mikil og góð stemning var í liði KA í hrinunni og allt annað að sjá til liðsins.  Afleit byrjun hjá KA í þriðju hrinunni  varð til þess að þeir komust aldrei í takt við leikinn. Stjarnan komst í 5-0 og síðan í 4-13 um miðja hrinuna. KA náði að klóra í bakkann og náði að minnka muninn í 15-19 en Stjarnan vann síðan hrinuna örugglega 25-17. Í fjórðu hrinunni komu KA menn aftur sterkir inn og náðu fljótlega góðri forystu.  Komust í 13-18 og síðan í 16-22.  Hilmar Sigurjósson fór á kostum í hrinunni og skilaði mögum góðum smössum í gólf Stjörnumanna og KA kláraði hrinuna af öryggi 25-19. Stjörnumenn komu stemdari til leiks í 5. hrinunni og náðu strax 3-0  forystu sem þeir hélstu síðan út alla hrinuna. KA náði að komast í 7-6 en Stjarnan hleypti KA ekki nær og  komust í 12-6 og unnu síðan örugglega 15-8.  KA menn voru ekki að skila nógu góðri móttöku á Filip Szewczyk þessari hrinu en uppgjafir Stjörnumanna voru skæðar í þessari hrinu og því varð sóknin erfið og fyrirsjáanleg. 

KA var að spila vel í tveimur hrinum í leiknum en nokkuð vantaði upp á til að vinna þriðju hrinuna og þannig leikinn.  Engu að síður var leikurinn lengst af ágætlega leikinn af hálfu KA en Stjörnumenn áttu hörkuleik og unnu verðskuldað.  Það verður því að boða til þriðja leiksins til að skera úr um hvort liðið, KA eða Stjarnan, fer í úrslitaviðureigina um Íslandsmeistaratitilinn. Loka leikur KA og Stjörnunnar fer fram á Akureyri í KA heimilinu kl. 19:00 á mánudagskvöldið 30. mars og hverjum við að sjálfsögðu alla blakáhugamenn til að mæta á leikinn og hverja okkar menn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is